Meyjan 23. ágúst - 22. september

Meyjan 23. ágúst - 22. september Meyjan 23. ágúst - 22. september

Alheimurinn er að raða lífi þínu í réttar skorður

Elsku hjartans meyjan mín, þú ert að fara inn í svo einstakt tímabil að þú munt ekki trúa því og þú munt vaða í gegnum hindranir eins og þú værir Herkúles, grefur þig upp úr drunganum og velur þér góð verkefni hvert á fætur öðru.

Eitthvað sem þú hefur verið að búast við gengur ekki alveg eins og þú vilt en þú munt sjá að það verður blessun fólgin í því. Alheimurinn er að raða lífi þínu í réttar skorður, það er eins og öll reiði hverfi, þú réttir fram höndina og sættist við það sem er að ergja þig. Það hefur verið mikið að gerast, en þar sem þú hefur sterkustu samskiptahæfnina muntu laga og leiðrétta það sem er að skapa gráu hárin þín. Reiðin getur stoppað þig um stund, en gefðu henni lítinn tíma því annars missirðu töframáttinn þinn til að breyta því sem breyta þarf.

Þú átt eftir að sýna fólkinu í kringum þig að þú getur skipt um skoðun á málum og mönnum, pláneta velgengninnar er svo sterkt yfir þér og gefur þér heppni og þú þarft ekki að leita að hamingjunni, því hún er beint fyrir framan nefið á þér.

Þú gefur frá þér orku og sendir frá þér strauma sem fáir standast og verður í essinu þínu seinnipart mánaðarins, sem gerir þér það kleift að vera hin sanna þú. Þú ert í sterkasta stjörnumerkinu hvað varðar dugnað og að taka ákvarðanir, en ef þér finnst ekkert vera að gerast og lífið standa grafkyrrt er það vegna þess að þú ert að einangra þig og hugsar of mikið um leiðindin. Þetta er versta orka sem þú getur umfaðmað, elsku meyjan mín. Næstu mánuðir eru lagðir fyrir þig eins og meistaraverk, svo skipuleggðu þau verkefni sem eru fram undan, þá er þetta það besta partí sem þú ferð í.  

Knús og kossar, Kling

Meyja 23. ágúst - 22. september

Annie Mist crossfittari, 18. september

Ari Eldjárn grínisti, 5. september

Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður, 15. september

Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður, 8. september

Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður, 29. ágúst

Sara Sigmundsdóttir crossfittari, 12. september


Beyoncé Knowles söngkona, 4. september

Stjörnuspár - smellið til að skoða

Aftur á yfirlitssíðu