Tekur c-strengur við af g-streng?

C-strengur.
C-strengur.

Ný tegund nærhalds fyrir konur er talsvert til umræðu nú og Danir velta því m.a. fyrir sér hvort C-strengurinn svonefndi verði jólagjöfin í ár.

„Ert þú orðin leið á því að nærbuxnafaldurinn sést undir fötunum þegar þú ert í þröngum buxum? Eða finnst þér g-strengurinn óþægilegur? Þá er lausnin hugsanlega c-strengurinn," segir Jótlandspósturinn fagnandi. 

C-strengur er nærbuxur án teygju og falda en þeim er haldið uppi með sérstakri fjöður. Hægt er að nota c-streng sem nærföt eða jafnvel sundföt vilji konur losna við baðfatarendur eftir sólbað. 

Jótlandspósturinn hefur raunar eftir Rikke Glad Kirstein, talsmanni undirfatafyrirtækisins Triumph í Danmörku, að danskar konur séu svolítið íhaldssamar þegar kemur að nærfatavali. Hún lýsir efasemdum um að c-strengurinn slái í gegn þar í landi og Triumph ætli að minnsta kosti ekki að selja hann. 

Kirstein segir hins vegar að saumalausar nærbuxur, sem eru meðhöndlaðar með lasergeisla, njóti nú mikilla vinsælda, en þær sjáist ekki undir þröngum fötum.

Rætt um kosti og galla c-strengs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant