Mistök að loka herstöðinni

Varnarmál Íslands | 3. ágúst 2016

Mistök að loka herstöðinni

Mistök voru gerð af hálfu bandarískra stjórnvalda þegar þau tóku þá ákvörðun fyrir um áratug að loka herstöð Bandaríkjamanna á Miðnesheiði Sérfræðingar í varnarmálum hafa ítrekað viðrað þetta sjónarmið á undanförnum misserum og nú síðast var lagt til að herstöðin yrði aftur tekin í notkun í skýrslu bandarísku hugveitunnar Center for Strategic and International Studies (CSIS).

Mistök að loka herstöðinni

Varnarmál Íslands | 3. ágúst 2016

The P-8 Poseidon.
The P-8 Poseidon. Ljósmynd/Bandaríski sjóherinn

Mistök voru gerð af hálfu bandarískra stjórnvalda þegar þau tóku þá ákvörðun fyrir um áratug að loka herstöð Bandaríkjamanna á Miðnesheiði Sérfræðingar í varnarmálum hafa ítrekað viðrað þetta sjónarmið á undanförnum misserum og nú síðast var lagt til að herstöðin yrði aftur tekin í notkun í skýrslu bandarísku hugveitunnar Center for Strategic and International Studies (CSIS).

Mistök voru gerð af hálfu bandarískra stjórnvalda þegar þau tóku þá ákvörðun fyrir um áratug að loka herstöð Bandaríkjamanna á Miðnesheiði Sérfræðingar í varnarmálum hafa ítrekað viðrað þetta sjónarmið á undanförnum misserum og nú síðast var lagt til að herstöðin yrði aftur tekin í notkun í skýrslu bandarísku hugveitunnar Center for Strategic and International Studies (CSIS).

Herstöðin var fyrst sett á laggirnar árið 1951 en áratug áður höfðu fyrstu bandarísku hermennirnir komið til Íslands á grundvelli samkomulags við íslensk stjórnvöld um að Bandaríkjamenn tækju að sér hervernd landsins á meðan síðari heimsstyrjöldin geisaði. Bretar höfðu hernumið Ísland vorið 1940 af ótta við að Þjóðverjar yrðu annars fyrri til.

Bandaríski herinn yfirgaf Ísland eftir að styrjöldinni lauk en sneri aftur 1951 á grundvelli varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna. Kalda stríðið var þá hafið og hafði Ísland gengið í Atlantshafsbandalagið (NATO) tveimur árum áður. Herstöðin var reist í kjölfarið. Herstöðinni var lokað 2006 eftir að viðræður um áframhaldandi starfsemi hennar skiluðu ekki árangri.

Mikilvægt að fylgjast með rússneskum kafbátum

Varnarsamningurinn á milli Íslands og Bandaríkjanna hélt hins vegar áfram gildi sínu en gerðar voru ákveðnar breytingar á honum til samræmis við breytt fyrirkomulag. Bandaríkjamenn hétu því sem fyrr að verja Ísland en eftirliti með lofthelgi landsins hefur síðan bæði verið sinnt af þeim og öðrum NATO-ríkjum. Hafa ríkin skipst á að sinna eftirlitinu í nokkra mánuði í senn.

Hlutverk herstöðvarinnar, fyrir utan það að tryggja varnir Íslands, var einkum að fylgjast með umferð rússneskra herflugvéla og herskipa um Norður-Atlantshaf. Ekki síst kafbáta. Sérfræðingar á sviði varnarmála telja að vaxandi þörf sé á slíku eftirliti á ný vegna aukinna umsvifa rússneskra herflugvéla og herskipa á svæðinu á undanförnum árum.

Meðal annars er lögð áhersla á þetta atriði í skýrslu CSIS. Varað er við því að NATO hafi ekki burði eins og staðan er í dag til þess að bregðast með skömmum fyrirvara við vaxandi umferð rússneskra kafbáta um Norður Atlantshafið og Eystrasaltið. Ekki aðeins vegna minni viðbúnaðar en áður hendur einnig skorti á samhæfingu á milli bandalagsþjóðanna og bandalagsins.

Frá lokun herstöðvarinnar 2006.
Frá lokun herstöðvarinnar 2006. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Furðu losnir vegna lokunar herstöðvarinnar

Lagt er meðal annars til í skýrslunni að NATO opni á ný herstöðina á Miðnesheiði sem lið í að efla kafbátavarnir bandalagsins. Tryggja þurfi að réttur búnaður sé fyrir hendi á réttum stöðum þegar hans gerist þörf. Einnig er lagt til að Norðmenn opni á ný herstöð sem rekin var í Olavsvern í Norður-Noregi í þessum tilgangi en herstöðin hefur verið seld einkaaðilum.

Fjallað var um málið af bandaríska dagblaðinu Christian Science Monitor í mars á þessu ári. Þar kom meðal annars fram að sérfræðingar í varnarmálum hefðu verið furðu losnir þegar Bandaríkin ákváðu að loka herstöðinni á Íslandi árið 2006. Landfræðileg staðsetning Íslands skipti máli og mikilvægt væri fyrir NATO og Bandaríkin að hafa hér aðstöðu.

Haft var eftir Gerry Hendrix, fyrrverandi skipherra í bandaríska sjóhernum og sérfræðingi hjá hugveitunni Center for a New American Security (CNAS), að Bandaríkjamenn hefðu aldrei átt að draga úr starfssemi sinni á Íslandi og Carl Hvenmark Nilsson hjá CSIS sagði miklu skipta að „hafa augu og eyru á Íslandi“ til þess að fylgjast með ferðum Rússa. 

Samið um aukinn viðbúnað Bandaríkjamanna

Bandarísk stjórnvöld hafa kynnt áform um að gera endurbætur á aðstöðunni á varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll. Einkum í því skyni að hægt verði að þjónusta þar P-8 Poseidon kafbátaeftirlitsflugvélar. Þá hafa íslensk og bandarísk stjórnvöld samið um aukna viðveru bandaríska hersins hér á landi vegna stöðu öryggismála í Evrópu og Norður-Atlantshafi.

Tekið hefur verið skýrt fram að um tímabundið fyrirkomulag sé að ræða og ekki sé ætlunin að bandarískur her verði varanlega hér á landi. Þá standi ekki til að opna herstöðina á nýjan leik. Þá hefur verið lögð áhersla á að aukinn viðbúnaður Bandaríkjamanna rúmist innan varnarsamningsins frá 1951 og breytinga á honum í kjölfar brotthvarfs hersins árið 2006.

Bandarísk F-16 orrustuþota.
Bandarísk F-16 orrustuþota. AFP
mbl.is