Öfgamenn stærsta hryðjuverkaógnin

Varnarmál Íslands | 9. ágúst 2023

Öfgamenn stærsta hryðjuverkaógnin

Þegar lagt er mat á áhættuna á hryðjuverkum hér á landi stafar mest ógn af jaðarsettum einstaklingum með öfgafullar skoðanir. Þetta er mat greiningardeildar Ríkislögreglustjóra. Áhættuvísar sem eru til staðar í nágrannalöndunum hafa ekki náð hingað til lands. 

Öfgamenn stærsta hryðjuverkaógnin

Varnarmál Íslands | 9. ágúst 2023

Þegar lagt er mat á áhættuna á hryðjuverkum hér á landi stafar mest ógn af jaðarsettum einstaklingum með öfgafullar skoðanir. Þetta er mat greiningardeildar Ríkislögreglustjóra. Áhættuvísar sem eru til staðar í nágrannalöndunum hafa ekki náð hingað til lands. 

Þegar lagt er mat á áhættuna á hryðjuverkum hér á landi stafar mest ógn af jaðarsettum einstaklingum með öfgafullar skoðanir. Þetta er mat greiningardeildar Ríkislögreglustjóra. Áhættuvísar sem eru til staðar í nágrannalöndunum hafa ekki náð hingað til lands. 

Run­ólf­ur Þór­halls­son aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá grein­ing­ar­deild Rík­is­lög­reglu­stjóra var gestur Dagmála í vikunni. Hann segir kóranbrennur og þátttöku Norðurlandaþjóðanna í hernaðaraðgerðum úti í heimi vera dæmi um áhættuvísa sem auki hættuna á hryðjuverkum þar. Þessir vísar hafi ekki verið til staðar hérlendis.

Hinsvegar séu aðgerðir í ætt við voðverk Anders Breiviks í Ósló og Útey í Nor­egi 22. júlí 2011 þegar hann myrti tugi ung­menna það sem lögreglan hafi mestar áhyggjur af. 

Dagmál í heild sinni eru aðgengileg fyrir áskrifendur Morgunblaðsins sem hlaðvarp og í mynd.

Í myndskeiðinu hér að neðan er Runólfur spurður út í nýlegt mál sem enn er til meðferðar hjá dómstólum þar sem lögreglan handtók tvo menn grunaða um að skipuleggja hryðjuverk í umfangsmiklum aðgerðum.

 

Öfgamenn í norrænni nasistahreyfingu. Slík ógn er talin líklegust hérlendis …
Öfgamenn í norrænni nasistahreyfingu. Slík ógn er talin líklegust hérlendis eins og sakir standa. AFP
mbl.is