Raunverulegt áhyggjuefni fyrir Ísland

Varnarmál Íslands | 21. apríl 2023

Raunverulegt áhyggjuefni fyrir Ísland

Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum, segir meint áform Rússa um skemmdarverk á orkuinnviðum og ljósleiðurum á norðurslóðum raunverulegt áhyggjuefni fyrir Ísland.

Raunverulegt áhyggjuefni fyrir Ísland

Varnarmál Íslands | 21. apríl 2023

Arnór Sigurjónsson.
Arnór Sigurjónsson. mbl.is/Hallur Már

Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum, segir meint áform Rússa um skemmdarverk á orkuinnviðum og ljósleiðurum á norðurslóðum raunverulegt áhyggjuefni fyrir Ísland.

Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum, segir meint áform Rússa um skemmdarverk á orkuinnviðum og ljósleiðurum á norðurslóðum raunverulegt áhyggjuefni fyrir Ísland.

Hann vonar að uppljóstranir norrænna fjölmiðla um athæfi Rússa í Norðursjó verði vitundarvakning fyrir íslensk stjórnvöld um hve berskjaldað Ísland sé í varnarmálum.

Arnór segir árásir á íslenska innviði raunverulegt áhyggjuefni og það liggi í augum uppi að Rússar hafi bæði getu og kunnáttu til að eyðileggja þá ef þeir vilji. Hann segir erfitt að verjast slíkum árásum og Ísland hafi engin tæki, getu eða búnað til að verjast árásunum komi til þess.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gríðarleg áhrif ef kaplar yrðu klipptir

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir uppljóstranir norrænna miðla um starfsemi Rússa sýna fram á að tilefni sé til aukins eftirlits með landhelgi Íslands.

Rússar eru sagðir hafa sett á fót umfangsmikla áætlun um skemmdarverk á orkuinnviðum og ljósleiðurum í Norðursjó komi til átaka milli Rússlands og vesturveldanna. Eru þeir grunaðir um að hafa stundað víðtækar njósnir um þessa innviði. Eru sæstrengir til Íslands meðal annars taldir í hættu.

„Eftirlit Bandaríkjamanna bæði úr lofti og úr hafi hefur verið að aukast og ef við setjum það í samhengi við ákvörðun mína að heimila kafbátum að koma hérna upp þá eykur það í sjálfu sér eftirlitið enda hafa þeir þar til nú þurft að verja nokkrum dögum í að sigla til Noregs til að komast upp. Af því leiðir að eftirlitið er að aukast og mun aukast,“ segir Þórdís.

Hún segir að ef kaplar yrðu klipptir í sundur sé augljóst að það myndi hafa gríðarleg áhrif hér á Íslandi og hinum norrænu löndunum sömuleiðis. „Í Norðursjó ertu með leiðslur sem flytja orku, gögn og gas og svo framvegis. Það er því annað og meira undir þar, en það er alveg rétt, að um er að ræða gríðarlega mikilvæga og krítíska innviði hér á landi sömuleiðis,“ segir Þórdís.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is