„Eftirlitið er að aukast og mun aukast“

Varnarmál Íslands | 20. apríl 2023

„Eftirlitið er að aukast og mun aukast“

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra segir það mikilvægt að Ísland sé betur í stakk búið hvað varnarmál varðar í kjölfar uppljóstrunar norrænna ríkissjónvarpsstöðva á meintum njósnum Rússa á norðurslóðum.

„Eftirlitið er að aukast og mun aukast“

Varnarmál Íslands | 20. apríl 2023

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra segir það mikilvægt að Ísland sé betur í stakk búið hvað varnarmál varðar í kjölfar uppljóstrunar norrænna ríkissjónvarpsstöðva á meintum njósnum Rússa á norðurslóðum.

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra segir það mikilvægt að Ísland sé betur í stakk búið hvað varnarmál varðar í kjölfar uppljóstrunar norrænna ríkissjónvarpsstöðva á meintum njósnum Rússa á norðurslóðum.

Stöðvarnar sýndu í vikunni fyrsta þátt heimildarþáttaraðarinnar Skuggastríðs. Þar eru rússnesk stjórnvöld sökuð um að skipuleggja skemmdarverk á orkuinnviðum og ljósleiðurum í Norðursjó, komi til átaka á milli Rússa og Vesturveldanna. Rússar eru sagðir stunda njósnir um þessa innviði með aðstoð herskipa og skipa sem sögð eru sinna vísindarannsóknum.

Tilefni til frekara eftirlits

Þórdís segir í samtali við mbl.is að njósnirnar gefi tilefni til frekara eftirlits umhverfis Íslands og vísar þá í það að Bandaríkjamenn hafi þegar verið að auka eftirlit umhverfis Ísland síðan 2014, þegar Rússar lögðu undir sig Krímskaga. Þar að auki segir hún að ný ákvörðun stjórnvalda um að heimila bandarískum eftirlitskafbátum um að koma hingað upp auki í sjálfu sér eftirlit.

„Þar til nú hafa [bandarískir eftirlitskafbátar] þurft að sigla til Noregs til þess að komast upp en munu nú geta gert það hérna“ segir Þórdís. 

„Að því leiðir að eftirlitið er að aukast og mun aukast.“

„Betur í stakk búin á breyttum tímum“

Danskir ráðamenn, þar á meðal utanríkismálaráðherra Dana, hafa margir hverjir lýst því hvernig þeir vilja bregðast við þessari ógn, t.a.m. með auknum fjárframlögum til varnarmála. Þórdís segir að stjórnvöld hafi að undanförnu verið að gera ýmsar ráðstafanir í sambandi við varnarmál, þar á meðal myndu auknir fjármunir renna til „varnartengdra verkefna“ samkvæmt nýrri fjármálaáætlun sem liggur fyrir þingi.

Þórdís segir að „almenn geta“ Íslendinga á velli varnarmálum sé háð þátttöku landsins innan Atlantshafsbandalagsins en einnig á grundvelli tvíhliða varnarsamnings Íslands við Bandaríkin.

„Hins vegar erum við að heimila fjárfestingar á Keflavíkursvæðinu,“ segir Þórdís og á þar til að mynda við um fjárfestingar Bandaríkjamanna á birgðageymslu, framkvæmd sem nemur um 15-20 milljörðum króna.

„En við erum sjálf í fjármálaáætluninni, sem núna liggur fyrir á þinginu, að gera ráð fyrir viðbótarfjármunum í varnartengd verkefni einmitt til þess að vera betur í stakk búin á breyttum tímum,“ segir ráðherra.

Enginn íslenskur her von bráðar

Þórdís segir að íslensk stjórnvöld séu með sama þankagang og hin Norðurlöndin en að þeirra fyrirkomulag sé með öðrum hætti, „þannig viðbrögðin eru þar af leiðandi önnur þar sem við erum með ekki með her eða annað slíkt viðbragð sem er á norðurlöndunum.“

Þá segir hún að Ísland hafi að undanförnu tekið markvissari þátt í öllu starfi innan Atlantshafsbandalagsins, einkum á varnarhliðinni og þar á meðal í hermálastjórn.

„En þessar fréttir breyta ekki því mati okkar að við erum ekki að horfa fram á að stofna íslenskan her,“ segir ráðherra að lokum.

mbl.is