Að öllum líkindum njósnastarf hérlendis

Varnarmál Íslands | 8. ágúst 2023

Að öllum líkindum njósnastarf hérlendis

„Að öllum líkindum þá fer fram njósnastarf hérlendis,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild Ríkislögreglustjóra, miðað við reynslu okkar nágrannaþjóða í þeim efnum þar sem dæmi eru um að sendiráðsstarfsfólki hafi verið vísað úr landi fyrir að afla upplýsinga með ólögmætum hætti.

Að öllum líkindum njósnastarf hérlendis

Varnarmál Íslands | 8. ágúst 2023

„Að öllum líkindum þá fer fram njósnastarf hérlendis,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild Ríkislögreglustjóra, miðað við reynslu okkar nágrannaþjóða í þeim efnum þar sem dæmi eru um að sendiráðsstarfsfólki hafi verið vísað úr landi fyrir að afla upplýsinga með ólögmætum hætti.

„Að öllum líkindum þá fer fram njósnastarf hérlendis,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild Ríkislögreglustjóra, miðað við reynslu okkar nágrannaþjóða í þeim efnum þar sem dæmi eru um að sendiráðsstarfsfólki hafi verið vísað úr landi fyrir að afla upplýsinga með ólögmætum hætti.

Runólfur er gestur þeirra Gísla Freys Valdórssonar og Stefáns Einars Stefánssonar í Dagmálum þar sem öryggis- og varnarmál eru til umfjöllunar. Þar er fjallað um starf og hlutverk greiningardeildarinnar í samhengi við öryggismál hér á landi, meðal annars þegar kemur að rannsóknum á njósnum og landráði en Runólfur bendir á að ýmislegt geri það að verkum að staða Íslands hafi tekið talsverðum breytingum á undanförnum misserum. „Við erum í þeirri stöðu núna að stórt einræðisríki hefur sett okkur á lista yfir óvinveittar þjóðir. Það er nýr veruleiki fyrir okkur.“

Í myndskeiðinu er Runólfur spurður út í njósnastarfsemi hér á landi. Dagmál eru aðgengileg áskrifendum Morgunblaðsins í heild sinni bæði í mynd og sem hlaðvarp. En einnig er hægt að kaupa vikupassa.

mbl.is