Norræn vídd í öryggis- og varnarmálum

Varnarmál Íslands | 2. maí 2023

Norræn vídd í öryggis- og varnarmálum

Eftir lok kalda stríðsins var breyting á liðskipan í Evrópu óhjákvæmileg, þar á meðal á Norðurlöndum, en þrátt fyrir nána samvinnu þeirra á ótal sviðum átti það ekki við um öryggis- og varnarmál.

Norræn vídd í öryggis- og varnarmálum

Varnarmál Íslands | 2. maí 2023

Sænskur og finnskur hermaður hlið við hlið á fjölþjóðlegum heræfingum …
Sænskur og finnskur hermaður hlið við hlið á fjölþjóðlegum heræfingum gegn árás á Svíþjóð sem nú standa yfir. AFP/Anders Wiklund

Eftir lok kalda stríðsins var breyting á liðskipan í Evrópu óhjákvæmileg, þar á meðal á Norðurlöndum, en þrátt fyrir nána samvinnu þeirra á ótal sviðum átti það ekki við um öryggis- og varnarmál.

Eftir lok kalda stríðsins var breyting á liðskipan í Evrópu óhjákvæmileg, þar á meðal á Norðurlöndum, en þrátt fyrir nána samvinnu þeirra á ótal sviðum átti það ekki við um öryggis- og varnarmál.

Hlutleysi á norðurhjara var samofið hinni norrænu hugsjón 19. aldar og það lifði út fyrri heimsstyrjöld. Í seinni heimsstyrjöld var þeim hins vegar lítið hald í hlutleysinu. Norðmenn, Danir og Íslendingar tóku því þátt í stofnun Atlantshafsbandalagsins (NATO) með öðrum vestrænum lýðræðisríkjum, til þess að verjast yfirgangi Sovétríkjanna.

Svíar völdu hins vegar að halda hlutleysinu, en því réð m.a. tregða til þess að ögra Sovétríkjunum, sem höfðu tæp 10% af landsvæði Finna upp úr krafsinu í vetrarstríðinu og hernámu Eystrasaltslöndin 1940. Og Finnar, þeir urðu að vera hlutlausir, það var gjaldið fyrir að fá að halda sjálfstjórn sinni.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is