Mikilvægt að byggja upp innlenda getu

Varnarmál Íslands | 14. ágúst 2023

Mikilvægt að byggja upp innlenda getu

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir Íslendinga vinna mjög náið með Bandaríkjamönnum. Flugsveit bandaríska flughersins kom til landsins í gær til æfinga.

Mikilvægt að byggja upp innlenda getu

Varnarmál Íslands | 14. ágúst 2023

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir Íslendinga vinna mjög náið með …
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir Íslendinga vinna mjög náið með Bandaríkjamönnum. Flugsveit bandaríska flughersins kom til landsins í gær til æfinga. Samsett mynd

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir Íslendinga vinna mjög náið með Bandaríkjamönnum. Flugsveit bandaríska flughersins kom til landsins í gær til æfinga.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir Íslendinga vinna mjög náið með Bandaríkjamönnum. Flugsveit bandaríska flughersins kom til landsins í gær til æfinga.

Í þeirri för eru þrjár B-2 Spirit-flugvélar og tvö hundruð manna liðsafli, sem mun hafa aðsetur á öryggissvæðinu í Keflavík næstu vikur.

Aðspurð um skilaboð æfinganna segir ráðherra: „Þau eru skýr og snúa í fyrsta lagi að getu bandaríska flughersins. Í öðru lagi snúast þau um að hann sinni þeim skuldbindingum sem hann hefur gagnvart Atlantshafsbandalaginu en sömuleiðis í okkar tilviki tvíhliða varnarsamningnum sem við eigum við Bandaríkin.“

Þetta er í þriðja skipti sem flugsveit af þessu tagi kemur til Íslands.

„Þetta er reglubundin æfing og kemur ekki upp vegna einhverra tiltekinna aðstæðna. Þessi sveit fer svo víðar, til annarra landa Atlantshafsbandalagins.“

Hún segir æfinguna sýna samstöðu og samstarfsgetu aðildarríkja bandalagsins. „Hún sýnir líka tæknilega yfirburði og getu. Það er mjög mikilvægt.“

Viðvera bandarísku flugsveitarinnar fer fram á grundvelli varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna og er sögð mikilvægt framlag til fælingaraðgerða í Norður-Evrópu. Landhelgisgæsla Íslands annast í umboði utanríkisráðuneytisins framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia.

mbl.is