Ítreka mikilvægi varnarsamningsins

Varnarmál Íslands | 24. apríl 2023

Ítreka mikilvægi varnarsamningsins

Bæði íslensk og bandarísk stjórnvöld ítreka mikilvægi tvíhliða varnarsamningsins frá árinu 1951 og skuldbinda sig til þess að byggja áfram á sambandinu. Þetta kemur fram á vef bandaríska utanríkisráðuneytisins.

Ítreka mikilvægi varnarsamningsins

Varnarmál Íslands | 24. apríl 2023

Frá heræfingum á Keflavíkurflugvelli í tengslum við varnarsamning Íslands við …
Frá heræfingum á Keflavíkurflugvelli í tengslum við varnarsamning Íslands við Bandaríkin. mbl.is/ÞÖK

Bæði íslensk og bandarísk stjórnvöld ítreka mikilvægi tvíhliða varnarsamningsins frá árinu 1951 og skuldbinda sig til þess að byggja áfram á sambandinu. Þetta kemur fram á vef bandaríska utanríkisráðuneytisins.

Bæði íslensk og bandarísk stjórnvöld ítreka mikilvægi tvíhliða varnarsamningsins frá árinu 1951 og skuldbinda sig til þess að byggja áfram á sambandinu. Þetta kemur fram á vef bandaríska utanríkisráðuneytisins.

Árlegt samráð Íslands og Bandaríkjanna um öryggis- og varnarmál fór fram í Washington á föstudag. 

Anna Jóhannsdóttir, staðgengill ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu, fór fyrir sendinefnd Íslands en auk utanríkisráðuneytisins og sendiráðsins í Washington tóku fulltrúar forsætisráðuneytisins, Landhelgisgæslu Íslands og ríkislögreglustjóra þátt í samráðinu. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar voru frá utanríkisráðuneyti, varnarmálaráðuneytinu, bandarísku strandgæslunni og sendiráðinu í Reykjavík.

Bæði ríkin fögnuðu þeim árangri sem náðst hefur í öryggismálum frá seinasta fundi, sem haldinn var í apríl á seinasta ári. Ýmis málefni sem varða öryggi í Evrópu voru rædd, til að mynda efling öryggis á Norður-Atlantshafi, stuðning við Úkraínu, Norðurskautsráðið, Kína, öryggi á norðurslóðum, formennska Íslands í Evrópuráðinu og framtíðarhorfur samstarfsins. Einnig var rætt um forgangsmál NATO og væntanlegan leiðtogafund bandalagsins.

Samningurinn sem um ræðir var undirritaður af Bjarna Benediktssyni eldri þann 5. maí árið 1951. Með honum tóku Bandaríkjamenn að sér umsjón með hervörnum á Íslandi og Íslendingar veittu Bandaríkjamönnum afnot af Keflavíkurflugvelli og annað landsvæði sem talið var nauðsynlegt í þágu varna.

mbl.is