Breyttu skipi í lúxushótel

Borgarferðir | 31. janúar 2020

Breyttu skipi í lúxushótel

Káeta í skipi hljómar kannski ekki eins og mikill lúxus. Káeturnar í skipinu Fingal í Edinborg eru hins vegar klárlega hreinn lúxus. 

Breyttu skipi í lúxushótel

Borgarferðir | 31. janúar 2020

Fingal er við höfnina í Edinborg.
Fingal er við höfnina í Edinborg. Ljósmynd/Fingal

Káeta í skipi hljómar kannski ekki eins og mikill lúxus. Káeturnar í skipinu Fingal í Edinborg eru hins vegar klárlega hreinn lúxus. 

Káeta í skipi hljómar kannski ekki eins og mikill lúxus. Káeturnar í skipinu Fingal í Edinborg eru hins vegar klárlega hreinn lúxus. 

Fingal liggur við Port of Leith í Edinborg og hefur legið þar í nokkur ár. Það opnaði sem hótel í janúar 2019 eftir miklar endurbætur á skipinu. 

Skipið var smíðað árið 1963 í Glasgow. Helsta verkefni skipsins var að þjónusta vita og flytja byrgðir og varahluti til vita á Skotlandi. Hætt var að nota það til að þjónusta vitana árið 2000. Einkaaðili keypti það af skoska ríkinu og fékk það nafnið Windsor Castle. Í 14 ár var Windsor Castle í fullu fjöri á ánni Fal í Cornwall. 

Árið 2014 keypti The Royal Yach Britannia Trust skipið og var það dregið til Leith í ágúst 2014. Þá hófust endurbætur við skipið og árið 2016 fékk það aftur sitt upprunalega nafn, Fingal. 

Árið 2016 hófst vinna við að gera Fingal að alvöru fljótandi hóteli. Allt var rifið innan úr skipinu og það innréttað eins og alvörulúxushótel. Í því eru nú 23 herbergi, þar af ein „forsetasvíta“. Nóttin á hótelinu kostar um 32 þúsund íslenskar krónur á ódýrasta herberginu. 

Veitingastaðurinn um borð.
Veitingastaðurinn um borð. Ljósmynd/Fingal
Herbergin eru ekki af verri endanum.
Herbergin eru ekki af verri endanum. Ljósmynd/Fingal
mbl.is