Anna Kristjáns ekki á heimleið frá paradís

Tenerife | 6. september 2020

Anna Kristjáns ekki á heimleið frá paradís

Anna Kristjáns­dótt­ir seg­ist elska lífið á Teneri­fe og er ekki á heim­leið. „Ég kem ekki til Íslands fyrr en tryggt er að kór­ónu­veirufar­aldr­in­um sé lokið. Þangað til vil ég njóta þess að búa í para­dís,“ seg­ir Anna Kristjáns­dótt­ir, sem full­yrðir að ferðaþjón­ust­an á Teneri­fe sé hrun­in, grein­in hafi í raun hrunið strax í mars og nái sér ekki á strik fyrr en ástand­inu lýk­ur. Hins veg­ar sé gott að vera á Teneri­fe og smit­in fá. Vanda­mál­in byrji þegar komið er til Evr­ópu og til Íslands.

Anna Kristjáns ekki á heimleið frá paradís

Tenerife | 6. september 2020

Anna Kristjáns er ekki á heimleið.
Anna Kristjáns er ekki á heimleið. Ljósmynd/K100

Anna Kristjáns­dótt­ir seg­ist elska lífið á Teneri­fe og er ekki á heim­leið. „Ég kem ekki til Íslands fyrr en tryggt er að kór­ónu­veirufar­aldr­in­um sé lokið. Þangað til vil ég njóta þess að búa í para­dís,“ seg­ir Anna Kristjáns­dótt­ir, sem full­yrðir að ferðaþjón­ust­an á Teneri­fe sé hrun­in, grein­in hafi í raun hrunið strax í mars og nái sér ekki á strik fyrr en ástand­inu lýk­ur. Hins veg­ar sé gott að vera á Teneri­fe og smit­in fá. Vanda­mál­in byrji þegar komið er til Evr­ópu og til Íslands.

Anna Kristjáns­dótt­ir seg­ist elska lífið á Teneri­fe og er ekki á heim­leið. „Ég kem ekki til Íslands fyrr en tryggt er að kór­ónu­veirufar­aldr­in­um sé lokið. Þangað til vil ég njóta þess að búa í para­dís,“ seg­ir Anna Kristjáns­dótt­ir, sem full­yrðir að ferðaþjón­ust­an á Teneri­fe sé hrun­in, grein­in hafi í raun hrunið strax í mars og nái sér ekki á strik fyrr en ástand­inu lýk­ur. Hins veg­ar sé gott að vera á Teneri­fe og smit­in fá. Vanda­mál­in byrji þegar komið er til Evr­ópu og til Íslands.

Anna flutti til Teneri­fe fyr­ir rúmu ári og seg­ir ástæðu flutn­ing­anna ein­falda; hún elski gott veður sem ekki sé verra að njóta í 30 gráðu hita. Anna, sem er vél­fræðing­ur að mennt, fór á eft­ir­laun á síðasta ári og sá fram á að geta lifað sæmi­legu lífi á Íslandi en lúxus­lífi á Tene. „Ég elska þetta líf og ætti erfitt með að flytja heim aft­ur. Hér er næst­um alltaf gott veður og fjöll­in gefa Torfa­jök­uls­svæðinu ekk­ert eft­ir hvað lita­feg­urð snert­ir auk þess að íbú­arn­ir hér á suður­hluta Teneri­fe eru ynd­is­leg­ir.“

Anna seg­ir að verðlag á Teneri­fe sé allt annað en heima og kemst auðveld­lega af á sín­um „lé­legu eft­ir­laun­um frá Íslandi“ en viður­kenn­ir að hún sé ekki búin að setja sig nægi­lega vel inn í heil­brigðis­kerfið þar, það sé í vinnslu.

Anna seg­ir ávallt mik­inn fjölda Íslend­inga á Teneri­fe, kannski ein­hver hundruð, en eft­ir Covid hafi þeim fækkað veru­lega og hún tel­ur að nú séu þeir kannski í kring­um 50. Sem dæmi nefn­ir hún að ein­ung­is 26 manns hafi greitt at­kvæði í for­seta­kosn­ing­un­um í vor.

Aft­ur smit þegar opnað var

Í upp­hafi kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins flúðu flest­ir Íslend­ing­arn­ir heim og þeir sem eft­ir urðu ein­angruðust, enda var sett á út­göngu­bann í 10 vik­ur. Anna seg­ir að fyrsta smitið sem upp­götvaðist á Spáni hafi verið á litlu og dá­sam­legu eyj­unni La Gomera sem er ör­stutt frá Teneri­fe.

„Dag­inn eft­ir að smitið upp­götvaðist héld­um við fjög­ur sam­an til La Gomera og nut­um ferðar­inn­ar þótt eng­an fynd­um við vírus­inn. Nokkru síðar fannst smit á hót­eli hér í La Caleta. Yf­ir­völd tóku mjög hart á þessu og út­göngu­bann var sett á að kvöldi 14. mars. Þegar bann­inu var aflétt var ekk­ert smit á suður­hluta Teneri­fe og ekk­ert nýtt smit kom fyrr en í ág­úst þegar opnað var fyr­ir ferðamenn frá meg­in­landi Spán­ar og víðar að. Þá var sett á grímu­skylda sem er mjög óþægi­leg fyr­ir fjölda fólks. Sjálf hef ég reynt að skemmta mér og öðrum með skemmti­leg­um marg­nota grím­um þar sem ég leik trúð og fæ bros eða hlát­ur á móti.“

Anna Kristjánsdóttir og Þórdís Ólafsdóttir.
Anna Kristjánsdóttir og Þórdís Ólafsdóttir. Ljósmynd/Guðrún Vala Elísdóttir

Sá fólk róta í rusla­tunn­um

Hún tók þá ákvörðun í upp­hafi kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins að líta á út­göngu­bannið frek­ar eins og túr á frysti­tog­ara og reyna að sjá hið já­kvæða í hræðileg­um aðstæðum. Það reynd­ist henni vel en áhrif­in voru ekki eins góð hjá öðrum. Hún seg­ir að fólk hafi jafn­vel gengið í sjó­inn og hræðilegt hafi verið að fylgj­ast með frétt­um.

„Marg­ir þeirra sem höfðu at­vinnu hérna unnu á svörtu og fengu þá eng­ar at­vinnu­leys­is­bæt­ur. Ég horfði á fólk róta í rusla­tunn­um að leita sér að mat svo ekki sé talað um ungt fólk betlandi til að kom­ast heim til sín á meg­in­land Evr­ópu.“

Tómleg ströndin á Tenerife.
Tómleg ströndin á Tenerife. Ljósmynd/Guðrún Vala Elísdóttir
mbl.is