Kári vill um 400.000 skammta

Bólusetningar við Covid-19 | 24. desember 2020

Kári vill um 400.000 skammta

Viðræður hafa átt sér stað við bandaríska lyfjarisann Pfizer um að koma um 400 þúsund skömmtum af bóluefni hingað til lands, eða nægilega mörgum skömmtum til að bólusetja 60% fullorðinna hér á landi. Náist samkomulag eru vonir bundnar við að hér skapist nægilegt hjarðónæmi til að kveða kórónuveiruna niður.

Kári vill um 400.000 skammta

Bólusetningar við Covid-19 | 24. desember 2020

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Viðræður hafa átt sér stað við bandaríska lyfjarisann Pfizer um að koma um 400 þúsund skömmtum af bóluefni hingað til lands, eða nægilega mörgum skömmtum til að bólusetja 60% fullorðinna hér á landi. Náist samkomulag eru vonir bundnar við að hér skapist nægilegt hjarðónæmi til að kveða kórónuveiruna niður.

Viðræður hafa átt sér stað við bandaríska lyfjarisann Pfizer um að koma um 400 þúsund skömmtum af bóluefni hingað til lands, eða nægilega mörgum skömmtum til að bólusetja 60% fullorðinna hér á landi. Náist samkomulag eru vonir bundnar við að hér skapist nægilegt hjarðónæmi til að kveða kórónuveiruna niður.

Það er Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem hefur leitt vinnuna af hálfu Íslands. Hefur hann nýtt tengsl sín við ýmsa stjórnendur Pfizer, en hann skipulagði m.a. fund með fyrirtækinu í fyrradag. Fundinn sátu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Kári og stjórnendur frá lyfjarisanum. Í kjölfarið átti Kári í viðræðum við Pfizer.

Þróuð hafa verið bóluefni frá bandaríska fyrirtækinu Pfizer og BioNTech …
Þróuð hafa verið bóluefni frá bandaríska fyrirtækinu Pfizer og BioNTech frá Þýskalandi gegn kórónuveirunni. AFP

Aðspurður segir Kári að verið sé að athuga hvort til séu nægilega margir skammtar hjá Pfizer svo hægt sé að mynda hjarðónæmi hér á landi. Ef af verður er um að ræða tilraunaverkefni þar sem kannað er hvort hægt sé að kveða faraldurinn niður hjá heilli þjóð. Bólusetning ætti ekki að taka nema eina til tvær vikur. Yfirmaður bóluefnateymis Pfizer kom með tillögu að rannsókninni, en hann hefur jafnframt sagt að verkefnið sé spennandi möguleiki. Óljóst er þó hvort til sé nægilega mikið magn af bóluefni.

„Það er verið að kanna hvort til sé bóluefni og það hefur enn ekki verið haft samband. Ég get ekki lofað nokkrum sköpuðum hlut þótt ég sé að reyna, en ég væri ekki að þessu nema ég héldi að þetta væri möguleiki,“ segir Kári.

Ljóst er að hér á landi eru einstakar aðstæður til þess að grípa til svo umfangsmikilla og skjótra aðgerða hjá heilli þjóð. Tilgangur verkefnisins af hálfu Pfizer væri að fá af því reynslu og upplýsingar, sem nýttust við bólusetningu annars staðar í heiminum. Um allan heim eru nú víðtækar bólusetningaraðgerðir í bígerð, en sjálf bóluefnin eru mjög mislangt á veg komin og eftirspurnin svo mikil, að næsta ár mun tæplega endast til þess að ljúka almennri fjöldabólusetningu í öllum löndum.

mbl.is