Sleppa við skimunarsóttkví

Kórónuveiran COVID-19 | 19. apríl 2021

Sleppa við skimunarsóttkví

Ferðamenn frá ríkjum Evrópusambandsins og fimm öðrum ríkjum þurfa ekki lengur að fara í sóttkví við komuna til Grikklands svo lengi sem þeir hafa verið að fullu bólusettir eða geta sýnt fram á neikvæða niðurstöðu úr Covid-skimun.

Sleppa við skimunarsóttkví

Kórónuveiran COVID-19 | 19. apríl 2021

Ferðaþjónustan í Grikklandi stendur afar illa vegna Covid-19.
Ferðaþjónustan í Grikklandi stendur afar illa vegna Covid-19. AFP

Ferðamenn frá ríkjum Evrópusambandsins og fimm öðrum ríkjum þurfa ekki lengur að fara í sóttkví við komuna til Grikklands svo lengi sem þeir hafa verið að fullu bólusettir eða geta sýnt fram á neikvæða niðurstöðu úr Covid-skimun.

Um er að ræða ferðamenn sem koma frá 27 ríkjum ESB, Bretlandi, Bandaríkjunum, Ísrael, Serbíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Vottorðið um að viðkomandi sé ekki með Covid-19 má ekki vera eldra en 72 klukkutíma gamalt við komuna til Grikklands. 

Breytingarnar tóku gildi í dag en aðrar hömlur á innanlands- sem og millilandaflugi gilda til 26. apríl. 

Í Grikklandi hefur nýjum smitum fjölgað að undanförnu og greinast nú um og yfir 1.500 ný smit daglega og tugir deyja á degi hverjum vegna Covid-19.

Yfirvöld í Grikklandi vilja ólm opna landið að nýju vegna slæmrar stöðu ferðaþjónustunnar og hefur aukinn kraftur verið settur í bólusetningar. Vonir standa til að ljúka bólusetningum 60 ára og eldri í maí. 

mbl.is