Sýnir hvernig eitt smit breytir öllu

Sýnir hvernig eitt smit breytir öllu

Sýnir hvernig eitt smit breytir öllu

Málefni - Kórónuveiran COVID-19

Kórónuveirusmit sem greinst hafa um helgina sýna hvernig eitt smit getur sett af stað stóra hópsýkingu og jafnvel heila bylgju. Ekki er ljóst hvort grípa þurfi til harðari aðgerða innanlands af þeim sökum.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna en alls greindust 44 með Covid-19 innanlands um helgina.

Þórólfur sagði tvær hópsýkingar í gangi en rekja megi þær báðar til landamærasmita og þess að óvarlega var farið í sóttkví. Einnig að fólk var veikt í vinnu eða hélt sig ekki til hlés og fór ekki í sýnatöku.

Farið verður í víðtækar skimanir í dag vegna hópsýkinganna og einnig tilviljanakenndar skimanir til að kanna útbreiðslu veirunnar. Þórólfur sagði niðurstöðurnar hjálpa til við að sjá hvort þurfi að grípa til harðari aðgerða innanlands. Hann sagði ljóst að tryggja þyrfti landamærin sem best og tryggja að fólk haldi sóttkví.

mbl.is