Verslanir opnaðar í Ósló á morgun

Kórónuveiran Covid-19 | 5. maí 2021

Verslanir opnaðar í Ósló á morgun

Verslanir og verslunarmiðstöðvar verða opnaðar í Ósló á morgun eftir að hafa verið lokaðar síðan 25. janúar. Veitingastaðir hafa einnig verið lokaðir frá sama tíma en nú mega þeir bjóða upp á heimsendingarþjónustu.

Verslanir opnaðar í Ósló á morgun

Kórónuveiran Covid-19 | 5. maí 2021

Erna Solberg forsætisráðherra Noregs.
Erna Solberg forsætisráðherra Noregs. AFP

Verslanir og verslunarmiðstöðvar verða opnaðar í Ósló á morgun eftir að hafa verið lokaðar síðan 25. janúar. Veitingastaðir hafa einnig verið lokaðir frá sama tíma en nú mega þeir bjóða upp á heimsendingarþjónustu.

Verslanir og verslunarmiðstöðvar verða opnaðar í Ósló á morgun eftir að hafa verið lokaðar síðan 25. janúar. Veitingastaðir hafa einnig verið lokaðir frá sama tíma en nú mega þeir bjóða upp á heimsendingarþjónustu.

Þetta er meðal þess sem borgarstjórn Óslóar kynnti á fundi með blaðamönnum í hádeginu.

Frétt NRK frá fundinum 

Solberg boðar kórónuveiruvottorð

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, telur að stjórnvöld í Noregi verði tilbúin með bólusetningarvottorð í byrjun júní. Slík vottorð verður hægt að nota við ferðalög til útlanda og til að taka þátt í atburðum. Þetta kom fram á fundi ríkisstjórnarinnar með blaðamönnum eftir hádegi.

Deichman-bókasafnið í Ósló.
Deichman-bókasafnið í Ósló. Ljósmynd/Erik Thallaug/Deichman

Breytingar verða gerðar á stöðu leikskóla og grunnskóla í Ósló frá og með 10. maí og dregið úr þeim sóttvarnareglum sem þar gilda. Það þýðir að heilu bekkirnir geta verið saman í sömu stofu. Jafnframt verður borgarbókasafnið, Deichman, opnað og meiri þjónusta á vegum borgaryfirvalda. Þar á meðal þjónustumiðstöðvar aldraðra.

Að sögn Solberg staðfesta vottorðin að viðkomandi hafi verið bólusettur, hafi smitast af Covid-19 eða hafi farið í skimun og hún verið neikvæð.

Solberg segir að unnið sé að gerð kórónuveiruvottorðanna í samstarfi við Evrópusambandið en hún óttast að þau vottorð sem eru í notkun í dag séu ekki örugg, eitthvað sé um fölsuð vottorð. Tryggt verði að fólk geti ekki falsað vottorðin. Ef vottorðin verða tilbúin í byrjun júní á hún von á að hægt verði að opna fyrir ferðalög til og frá ríkjum ESB áður en slík vottorð verða tilbúin af hálfu ESB.

Sjá nánar á NRK

mbl.is