„Ekki komin fyrir vind“

Kórónuveiran Covid-19 | 10. maí 2021

„Ekki komin fyrir vind“

„Þetta gengur ágætlega þannig. Það er náttúrulega fólk veikt og fólk að greinast og mikið að gera en ég held að þetta gangi bara eins og hægt er að vonast,“ segir Örn Ragnarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki. 

„Ekki komin fyrir vind“

Kórónuveiran Covid-19 | 10. maí 2021

Skagfirðingabraut á Sauðárkróki í hádeginu í dag, aðal umferðargata bæjarins …
Skagfirðingabraut á Sauðárkróki í hádeginu í dag, aðal umferðargata bæjarins þar sem fjöldi bíla ekur um á þessum tíma dags. Samfélagið er nú allt meira og minna lokað næstu daga, fyrirtæki og stofnanir. Ljósmynd/Feykir

„Þetta gengur ágætlega þannig. Það er náttúrulega fólk veikt og fólk að greinast og mikið að gera en ég held að þetta gangi bara eins og hægt er að vonast,“ segir Örn Ragnarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki. 

„Þetta gengur ágætlega þannig. Það er náttúrulega fólk veikt og fólk að greinast og mikið að gera en ég held að þetta gangi bara eins og hægt er að vonast,“ segir Örn Ragnarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki. 

Hann segir ljóst að þó að aðeins hafi verið tvö smit greind af Covid-19 í Skagafirði í gær, sem er fækkun frá því daginn áður, séu þau ekki komin fyrir vind. 

„Þetta greindist fyrst hérna á föstudaginn. Þá þurfum við að sjá hvernig vikan verður. Það getur tekið nokkra daga fyrir þá sem veiktust þá að finna einkenni og smita. Við erum ekkert komin fyrir vind,“ segir Örn. 

Gætu þurft hjálp með að manna

Hann segir innviði ágæta á Sauðárkróki til að takast á við stöðuna, „það eru allir tilbúnir að taka þátt í þessu. En það eru svo margir í sóttkví að það er aðeins að naga af starfsfólkinu okkar,“ segir Örn og bætir við að mönnun sé í lagi ennþá en þetta sé eitthvað sem þurfi að hafa í huga. 

„Ef þetta verður mikið meira þá gætum við þurft að fá aðstoð,“ segir Örn.

Á Sauðárkróki eru rekin heilsugæsla, sjúkradeild og hjúkrunarheimili svo nokkur mannaflaþörf er fyrir heilbrigðisstafsfólk. 

Skimað var fyrir Covid-19 í morgun og voru sýnin send suður til greininga. Örn segir líklegt að niðurstöður fáist úr þeim í kvöld.

Seinni part dags verður skimað hjá yngra stigi leikskóla og starfsfólk leikskólans þar sem þar kom upp smit. Þau sýni verða send til Akureyrar til greiningar. 

Sauðárkrókur í Skagafirði.
Sauðárkrókur í Skagafirði. Morgunblaðið/Sigurður Bogi
mbl.is