Klukkutími skiptir veitingahúsin máli

Kórónuveiran Covid-19 | 10. maí 2021

Klukkutími skiptir veitingahúsin máli

Veitingahús mega nú hafa opið klukkustund lengur en áður. Afgreiðslutími er til klukkan 22 á kvöldin og gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn fyrir klukkan 23.

Klukkutími skiptir veitingahúsin máli

Kórónuveiran Covid-19 | 10. maí 2021

Pönnunarnar byrja nú aðglamra á ný.
Pönnunarnar byrja nú aðglamra á ný. mbl.is/Kristinn Magnússon

Veitingahús mega nú hafa opið klukkustund lengur en áður. Afgreiðslutími er til klukkan 22 á kvöldin og gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn fyrir klukkan 23.

Veitingahús mega nú hafa opið klukkustund lengur en áður. Afgreiðslutími er til klukkan 22 á kvöldin og gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn fyrir klukkan 23.

Nýjar sóttvarnareglur tóku gildi á miðnætti og kveða þær á um að 50 megi koma saman en áður máttu 20 koma saman. Grímuskylda er enn og tveggja metra nándarregla er í gildi.

Líkamsræktarstöðvar, sund- og baðstaðir, skíðasvæði, tjaldsvæði og söfn mega taka við 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta og hámarksfjöldi viðskiptavina í verslunum verður 200 í stað 100.

Í skólastarfi verður hámarksfjöldi barna 100 í hverju rými en fullorðinna 50 í hverju rými. Breyttar reglur ná einnig til þátttakenda í íþróttum og sviðslistum og mega nú 75 vera í hverju sóttvarnahólfi en á sitjandi viðburðum mega 150 manns vera í hverju hólfi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is