Daði Freyr í viðtali við CNN

Eurovision | 21. maí 2021

Daði Freyr í viðtali við CNN

Daði Freyr Pétursson Eurovisionfari var í viðtali við bresku fréttastofu CNN sem kom út í dag. Í viðtalinu er farið yfir hvernig Eurovision var frestað í fyrra og hve mikil eftirvænting er til keppninnar nú. 

Daði Freyr í viðtali við CNN

Eurovision | 21. maí 2021

Daði Freyr í viðtali við fréttastofu CNN um Eurovision-raunir sínar.
Daði Freyr í viðtali við fréttastofu CNN um Eurovision-raunir sínar. Skjáskot úr viðtali CNN

Daði Freyr Pétursson Eurovisionfari var í viðtali við bresku fréttastofu CNN sem kom út í dag. Í viðtalinu er farið yfir hvernig Eurovision var frestað í fyrra og hve mikil eftirvænting er til keppninnar nú. 

Daði Freyr Pétursson Eurovisionfari var í viðtali við bresku fréttastofu CNN sem kom út í dag. Í viðtalinu er farið yfir hvernig Eurovision var frestað í fyrra og hve mikil eftirvænting er til keppninnar nú. 

Þar er keppnin sögð sú stærsta og sú skrýtnasta í heimi, sem heimurinn þarf á að halda sem aldrei fyrr.

Daði Freyr og föruneyti hans í Gagnamagninu munu sem þekkt er orðið ekki stíga á svið í Rotterdam annað kvöld þar sem einn meðlima hópsins reyndist smitaður af Covid-19 og er því stuðst við myndbandsupptöku af æfingu hópsins. 

Upptakan er sem betur fer hin glæsilegasta eins og sjá mátti í seinna undanúrslitakvöldi Eurovision í gærkvöldi og skilaði Íslandi sæti í aðalkeppninni annað kvöld. 

Í viðtalinu við CNN er Daði spurður út í lagið, 10 years, sem er óður til Árnýjar, eiginkonu Daða, og sambands þeirra. Hann er einnig inntur eftir tilfinningum sínum gagnvart áfallinu að fá ekki þrátt fyrir allt að stíga á svið í Rotterdam. Daði hefur áður beðist undan því að fólk spyrði hann linnulaust út í vonbrigðin.

Daði svaraði á þann veg að hann hefði auðvitað verið spenntur fyrir að fá að keppa á sviði þar sem hann hefur beðið lengi eftir því augnabliki, sem er lýst af öðrum keppendum sem algjörlega einstakri upplifun. 

Daði segir líðan Jóhanns í Gagnamagninu, sem er smitaður af Covid-19, vera góða og að hvorki hann né nokkur annar finni fyrir einkennum. 

Rifjað er upp hversu sterkur keppandi Daði þótti í fyrra og hve vinsælt atriði hans var þá, lagið Think about Things. Daði þótti sigurstranglegastur keppenda. 

mbl.is