Smitin í gær tengjast eldri smitum

Kórónuveiran Covid-19 | 5. júní 2021

Smitin í gær tengjast eldri smitum

Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, sam­skipta­stjóra al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, tengdust öll kórónuveirusmitin sem greindust í gær eldri smitum. Þrjú smit greind­ust inn­an­lands í gær og voru all­ir í sótt­kví við grein­ingu, samkvæmt bráðabirgðatölum covid.is.

Smitin í gær tengjast eldri smitum

Kórónuveiran Covid-19 | 5. júní 2021

Þrjú smit greind­ust inn­an­lands í gær.
Þrjú smit greind­ust inn­an­lands í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, sam­skipta­stjóra al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, tengdust öll kórónuveirusmitin sem greindust í gær eldri smitum. Þrjú smit greind­ust inn­an­lands í gær og voru all­ir í sótt­kví við grein­ingu, samkvæmt bráðabirgðatölum covid.is.

Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, sam­skipta­stjóra al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, tengdust öll kórónuveirusmitin sem greindust í gær eldri smitum. Þrjú smit greind­ust inn­an­lands í gær og voru all­ir í sótt­kví við grein­ingu, samkvæmt bráðabirgðatölum covid.is.

Í gær greindi RÚV frá því að allir nem­end­ur í ung­linga­deild í Hval­eyr­ar­skóla í Hafnar­f­irði hefðu verið send­ir í sótt­kví á fimmtu­dags­kvöldið eft­ir að nem­andi greind­ist með Covid-19. Nem­andinn var slapp­ur í skól­an­um í gær og því var ákveðið að senda alla eitt hundrað nem­end­ur ung­linga­deild­ar­inn­ar og sex kenn­ara í sótt­kví. Að sögn Hjördísar skýrist á næstu dögum hvað kemur út úr því smiti.

Smitrakningu lokið

Dag­inn áður greind­ust sjö með kór­ónu­veiruna og var eng­inn þeirra í sótt­kví en mjög marg­ir voru send­ir í sótt­kví vegna smit­anna sem voru meðal fólks sem teng­ist innbyrðis. Smitin komu upp hjá fjölskyldufólki sem er á meðal um­sækj­enda um alþjóðlega vernd.

Hjördís segir að smitin séu í raðgreiningu til þess að athuga hvers eðlis þau séu. Á annað hundrað manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitanna og fór slökkvilið höfuðborgarsvæðisins í 40 sjúkraflutninga vegna þeirra. „Þetta gekk þó vel og búið er að rekja allt í kringum þetta,“ segir Hjördís. 

Sjö smit greind­ust á landa­mær­un­um í gær en í öll­um til­vik­um er beðið niður­stöðu mót­efna­mæl­ing­ar.

mbl.is