1,2 milljarðar í rekstur sóttkvíarhótela

Kórónuveiran Covid-19 | 14. júní 2021

1,2 milljarðar í rekstur sóttkvíarhótela

Rekstur sóttkvíarhótela hefur kostað ríkið 1,2 milljarða króna en þar af hafa 900 milljónir farið í leigu á hótelunum, samkvæmt frétt RÚV.

1,2 milljarðar í rekstur sóttkvíarhótela

Kórónuveiran Covid-19 | 14. júní 2021

Fosshótel við Þórunnartún er eitt þeirra hótela sem gegnt hefur …
Fosshótel við Þórunnartún er eitt þeirra hótela sem gegnt hefur hlutverki sóttvarnahúss fólks sem kemur af hááhættusvæðum. mbl.is/Árni Sæberg

Rekstur sóttkvíarhótela hefur kostað ríkið 1,2 milljarða króna en þar af hafa 900 milljónir farið í leigu á hótelunum, samkvæmt frétt RÚV.

Rekstur sóttkvíarhótela hefur kostað ríkið 1,2 milljarða króna en þar af hafa 900 milljónir farið í leigu á hótelunum, samkvæmt frétt RÚV.

Í skriflegu svari Sjúkratrygginga Íslands við fyrirspurn fréttastofunnar dvelja nú rúmlega 300 manns á sóttkvíarhótelum víðsvegar um bæinn.

Í fyrra nam kostnaður vegna sóttkvíarhótela 614 milljónum króna og það sem af er þessu ári hefur kostnaður vegna sóttkvíarhótela verið 628 milljónir króna. Samanlagður kostnaður sem ríkinu er gert að greiða er því rúmlega 1,2 milljarðar. Í svari Sjúkratrygginga Íslands er þó tekið fram að enn vanti talsvert af reikningum fyrir apríl og maí.

Samkvæmt sundurliðun á rekstrarkostnaðinum er leiga á hótelunum langdýrust. Kostnaður vegna gistingar er þannig rétt tæpar níu hundruð milljónir króna. Þá hafa 164 milljónir farið í mat fyrir gesti og 157 milljónir til Rauða krossins. Samkvæmt sundurliðuninni þarf ríkið einnig að standa undir kostnaði vegna þrifa þegar hótelrýmum verður skilað til eigenda sinna.

Ákveðið hefur verið að halda sóttkvíarhótelunum áfram opnum og það út júlímánuð í það minnsta. Þeir sem dvelja á sóttkvíarhótelunum þurfa hvorki að greiða fyrir mat né gistingu. 

mbl.is