Tvö innanlandssmit greindust í gær

Kórónuveiran Covid-19 | 14. júní 2021

Tvö innanlandssmit greindust í gær

Tvö innanlandssmit kórónuveirunnar greindust í gær. Annað smitið greindist utan sóttkvíar. 

Tvö innanlandssmit greindust í gær

Kórónuveiran Covid-19 | 14. júní 2021

Skimun fyrir Covid-19 á Suðurlandsbraut.
Skimun fyrir Covid-19 á Suðurlandsbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tvö innanlandssmit kórónuveirunnar greindust í gær. Annað smitið greindist utan sóttkvíar. 

Tvö innanlandssmit kórónuveirunnar greindust í gær. Annað smitið greindist utan sóttkvíar. 

Sjö smit greindust á landamærunum. Tveir voru með mótefni en beðið er eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu hjá fimm. 

Þetta kemur fram á covid.is

Alls eru nú 33 í einangrun og einn á sjúkrahúsi. 63 eru í sóttkví og 1.824 í skimunarsóttkví. 

2.766 sýni voru tekin við landamæraskimun í gær. 707 sýni voru tekin í sóttkvíar- og handahófsskimunum, en 153 sýni voru tekin í einkennasýnatöku. 

Flestir þeirra sem nú eru í einangrun eru í aldurshópnum 18-29 ára eða 11, en fyrir helgi voru flestir í aldurhópnum 30-39.

mbl.is