„Ég held að KSÍ muni vinna í sínum málum“

MeT­oo - #Ég líka | 30. ágúst 2021

„Ég held að KSÍ muni vinna í sínum málum“

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og fyrrverandi öryggisstjóri KSÍ, fagnar áformum um stofnun faghóps sem myndi fjalla um viðbrögð við kynferðisbrotum og annars konar ofbeldis innan knattspyrnusambandsins.

„Ég held að KSÍ muni vinna í sínum málum“

MeT­oo - #Ég líka | 30. ágúst 2021

Víðir Reynisson er fyrrum öryggisstjóri KSÍ.
Víðir Reynisson er fyrrum öryggisstjóri KSÍ. mbl.is/Hari

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og fyrrverandi öryggisstjóri KSÍ, fagnar áformum um stofnun faghóps sem myndi fjalla um viðbrögð við kynferðisbrotum og annars konar ofbeldis innan knattspyrnusambandsins.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og fyrrverandi öryggisstjóri KSÍ, fagnar áformum um stofnun faghóps sem myndi fjalla um viðbrögð við kynferðisbrotum og annars konar ofbeldis innan knattspyrnusambandsins.

„Ég var náttúrulega starfsmaður þarna og starfaði í mörg ár í kringum landsliðið,“ segir Víðir sem fylgdi karlalandsliðinu meðal annars til Rússlands á heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2018.

Mikilvægt að umræðan sé opin

Víðir segir það mikilvægt að umræðan sé opin og telur alla þurfa að leggja sitt af mörkum til þess að vinna að úrbótum: „Ég held að það sé mjög mikilvægt, alls staðar í samfélaginu eru tækifæri til þess að gera miklu betur í málum sem snúa að ofbeldi og þá sérstaklega kynferðisofbeldi.“

Víðir Reynisson í verkefni með knattspyrnusambandinu.
Víðir Reynisson í verkefni með knattspyrnusambandinu. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Heyrir ekki annað en að KSÍ muni vinna í sínum málum

Guðni Bergsson sagði af sér í gær sem formaður KSÍ eftir stíf fundarhöld stjórnar sambandsins um helgina. Aðdragandi málsins er nokkuð langur en stjórn KSÍ fundaði eftir að þolandi steig fram í sjónvarpsfréttum Rúv á föstudag og greindi frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni sem hún varð fyrir af hendi landsliðsmanns árið 2017. 

KSÍ fékk tilkynningu um málið á þeim tíma en Guðni hafði degi fyrir viðtalið við þolandann sagt í Kastljósi að engin formleg kvörtun hefði borist sambandinu um kynferðislegt ofbeldi af hálfu landsliðsmanns.

Heyrir ekki annað en að málið sé litið alvarlegum augum

Eftir afsögn Guðna í gær steig stjórn KSÍ fram og sagðist myndu starfa áfram en lofaði að endurskoða öll viðbrögð sambandsins í tengslum við tilkynningar um kynferðisbrot. Víðir kveðst ánægður með þau úrræði sem gripið var til: „Ég held að KSÍ muni vinna í sínum málum, ég heyri allavega ekki annað en að menn ætli að taka þessi mál mjög alvarlega og vinna að breytingum.

Maður var ánægður með sjá stofnun þessa starfshóps sem verður settur saman af sérfræðingum í málinu sem verður KSÍ til ráðgjafar, það hlýtur að vera mjög jákvætt.“

mbl.is