Þrettán górillur greindust með Covid-19

Kórónuveiran Covid-19 | 12. september 2021

Þrettán górillur greindust með Covid-19

Þrettán górillur í dýragarði í Atlanta-borg í Bandaríkjunum hafa greinst með Covid-19 en þær smituðust að öllum líkindum af dýragarðsverði.

Þrettán górillur greindust með Covid-19

Kórónuveiran Covid-19 | 12. september 2021

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP

Þrettán górillur í dýragarði í Atlanta-borg í Bandaríkjunum hafa greinst með Covid-19 en þær smituðust að öllum líkindum af dýragarðsverði.

Þrettán górillur í dýragarði í Atlanta-borg í Bandaríkjunum hafa greinst með Covid-19 en þær smituðust að öllum líkindum af dýragarðsverði.

Starfsfólk í dýragarðinum varð vart við að nokkrar af 20 górillum dýragarðsins höfðu einkenni svo sem nefrennsli, hósta og minni matarlyst.

Saursýni voru þá send til greiningar og kom í ljós að að minnsta kosti þrettán af 20 górillum eru smitaðar. 

Fylgjast sérstaklega með hinum 60 ára gamla Ozzie

Í yfirlýsingu frá dýragarðinum segir að líklega hafi bólusettur starfsmaður garðsins, sem sýndi ekki einkenni og sinnti öllum sóttvörnum, hafi smitað dýrin. 

„Teymið fylgist grannt með líðan górillanna og vonandi ná þær fullum bata,“ sagði Sam Rivera, yfirmaður heilbrigðismála í dýragarðinum.

Sérstaklega er fylgst vel með Ozzie, sem er 60 ára karlkyns górilla, og er talinn eiga í mestri hættu á fylgikvillum. 

Górillurnar búa í nánu samneyti og því er ómögulegt að setja þær í einangrun. Þegar þær ná fullum bata munu þær fá Zoetis-bóluefnið sem var þróað til að bólusetja dýr gegn Covid-19.

Frétt á vef The Guardian.

mbl.is