Smitaðir fá skilaboð í Heilsuveru

Kórónuveiran Covid-19 | 16. september 2021

Smitaðir fá skilaboð í Heilsuveru

Einstaklingar sem greinast jákvæðir með Covid-19 munu nú fá skilaboð í Heilsuveru líkt og þeir sem greinast neikvæðir.

Smitaðir fá skilaboð í Heilsuveru

Kórónuveiran Covid-19 | 16. september 2021

Sýnataka við Suðurlandsbraut.
Sýnataka við Suðurlandsbraut. mbl.is/Oddur

Einstaklingar sem greinast jákvæðir með Covid-19 munu nú fá skilaboð í Heilsuveru líkt og þeir sem greinast neikvæðir.

Einstaklingar sem greinast jákvæðir með Covid-19 munu nú fá skilaboð í Heilsuveru líkt og þeir sem greinast neikvæðir.

Þetta kemur fram á vef Embætti landlæknis.

Hingað til hefur eingöngu verið hringt í einstaklinga þegar veiran finnst en skilaboð um neikvæða niðurstöðu hefur borist í Heilsuveru. Með nýju fyrirkomulagi verða því send skilaboð bæði fyrir jákvæðar og neikvæðar niðurstöður úr PCR-prófi.

Áfram mun þó Covid-göngudeild Landspítala eða smitrakningateymi hringja í alla sem greinast. 

mbl.is