Þriðja smitið greinist á Reykjakoti

Kórónuveiran Covid-19 | 9. október 2021

Þriðja smitið greinist á Reykjakoti

Kórónuveirusmit greindist hjá barni á leik­skól­an­um Reykja­koti í Mos­fells­bæ í gær. Er þetta þriðja smitið sem greinst hefur á leikskólanum frá því á miðvikudag.

Þriðja smitið greinist á Reykjakoti

Kórónuveiran Covid-19 | 9. október 2021

Þrjú börn af leikskólanum Reykjakoti í Mosfellsbæ hafa greinst smituð.
Þrjú börn af leikskólanum Reykjakoti í Mosfellsbæ hafa greinst smituð. mbl.is/​Hari

Kórónuveirusmit greindist hjá barni á leik­skól­an­um Reykja­koti í Mos­fells­bæ í gær. Er þetta þriðja smitið sem greinst hefur á leikskólanum frá því á miðvikudag.

Kórónuveirusmit greindist hjá barni á leik­skól­an­um Reykja­koti í Mos­fells­bæ í gær. Er þetta þriðja smitið sem greinst hefur á leikskólanum frá því á miðvikudag.

Leik­skól­inn er til húsa í tveim­ur bygg­ing­um, Litla- og Stóra­koti. Öll smit­in hafa greinst á Stóra­koti en þar eru minnst fimm­tíu börn og átta starfsmenn sem sendir hafa verið í sótt­kví til þriðjudagsins 12. október.

Einkenni væg enn sem komið er 

Þetta segir í tölvupósti frá leikskólastjóra Reykjakots til foreldra:

„Kæru foreldrar. Ég tel mikilvægt að halda upplýsingaflæðinu í góðu ferli á meðan við erum í þessari stöðu. Í gær greindist þriðja barnið með Covid í hópnum okkar. Enginn starfsmaður hefur greinst ennþá en ég hvet alla þá sem finna fyrir einkennum að fara í sýnatöku. Barninu, sem greindist smitað, í gær heilsast vel en helstu einkenni hjá þeim börnum sem hafa smitast eru hálssærindi, hósti, og niðurgangur. Ekki endilega hiti en þó samt í einhverjum tilvikum.“

Í gær voru 219 í einangrun á höfuðborgarsvæðinu og 526 í sóttkví, samkvæmt nýjustu upplýsingum á vefnum covid.is.

mbl.is