Skuldir hækkuðu um 12%

Kórónuveiran COVID-19 | 11. október 2021

Skuldir hækkuðu um 12%

Skuldir lágtekjuríkja hækkuðu um 12 prósent í miðjum kórónuveirufaraldrinum í fyrra. Stóðu skuldirnar þá í 869 milljörðum dollara en þær hafa aldrei verið jafn háar. David Malpass, forseti Alþjóðabankans, hefur kallað eftir „alhliða áætlun“ til að takast á við málið.

Skuldir hækkuðu um 12%

Kórónuveiran COVID-19 | 11. október 2021

David Malpass forseti Alþjóðabankans.
David Malpass forseti Alþjóðabankans. AFP

Skuldir lágtekjuríkja hækkuðu um 12 prósent í miðjum kórónuveirufaraldrinum í fyrra. Stóðu skuldirnar þá í 869 milljörðum dollara en þær hafa aldrei verið jafn háar. David Malpass, forseti Alþjóðabankans, hefur kallað eftir „alhliða áætlun“ til að takast á við málið.

Skuldir lágtekjuríkja hækkuðu um 12 prósent í miðjum kórónuveirufaraldrinum í fyrra. Stóðu skuldirnar þá í 869 milljörðum dollara en þær hafa aldrei verið jafn háar. David Malpass, forseti Alþjóðabankans, hefur kallað eftir „alhliða áætlun“ til að takast á við málið.

Malpass sagði baráttuna við kórónuveiruna hafa orðið þess valdandi að skuldir hækkuðu og til að takast á við vandann þurfi greiðslur frá lánveitendum. Hann benti á að mörg ríkjanna voru í viðkvæmri stöðu áður en faraldurinn skall á. 

Stjórnvöld beittu áður óþekktum úrræðum til að reyna að hefta útbreiðslu faraldursins og til að takast á við efnahagslegar afleiðingar. Sömuleiðis juku Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stuðning til viðkvæmra landa. Þrátt fyrir það jukust skuldir um allt að 20% í fátækari ríkjum.

Miðgildi tekna lækkað

Malpass sagði stöðu fátækra ríkja vera á pari við það sem hún var fyrir einhverjum árum síðan, jafnvel áratugum. Framfarir síðustu ára hafa því orðið að engu. Á sama tíma hafi miðgildi tekna lækkað í stað þessa að hækka en konur og börn hafa borið þungann af slæmum áhrifum niðursveiflunnar.

„Hættan er núna sú að of mörg lönd munu koma út úr faraldrinum með miklar skuldir sem gæti tekið mörg ár að ná stjórn á,“ sagði Malpass.

Vandamálið brýnt

Vandamálið er brýnt en áætlun á vegum G20 þjóðanna (Debt Service Supension Iniatiative), sem gerir ríkjum kleift að fresta skuldagreiðslum meðan enn er háð barátta við Covid-19, rennur út í lok þessa árs. 

Malpass hefur varað við því að í ljósi skuldastöðu fátækari þjóða gæti þurft að framlengja frestinn. „Ég held að heimurinn verði að skoða hvaða aðgerðir við eigum að grípa til eftir 1. janúar,” sagði hann

mbl.is