Biden myndaður af nöktum Skota

Loftslagsráðstefnan COP26 | 2. nóvember 2021

Biden myndaður af nöktum Skota

Joe Biden Bandaríkjaforseti er embættis síns vegna vanur mannfjölda og áhorfendum hvert sem hann fer, en hann er þó eflaust ekki svo vanur því að sjá nakinn Skota taka myndir af sér.

Biden myndaður af nöktum Skota

Loftslagsráðstefnan COP26 | 2. nóvember 2021

Joe Biden Bandaríkjaforseti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Glasgow.
Joe Biden Bandaríkjaforseti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Glasgow. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti er embættis síns vegna vanur mannfjölda og áhorfendum hvert sem hann fer, en hann er þó eflaust ekki svo vanur því að sjá nakinn Skota taka myndir af sér.

Joe Biden Bandaríkjaforseti er embættis síns vegna vanur mannfjölda og áhorfendum hvert sem hann fer, en hann er þó eflaust ekki svo vanur því að sjá nakinn Skota taka myndir af sér.

Fréttamenn sem ferðast með Joe Biden á COP26 loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna hafa lýst ítarlega óvæntri sjón á leiðinni frá Edinborg.

„Á einum tímapunkti þegar við vorum að keyra á smærri sveitavegi stóð stór, nakinn skoskur maður í glugganum og tók mynd af bílalestinni með símanum sínum,“ sögðu fréttamennirnir við fréttastofu AFP.

Trump einnig fengið skemmtilegar móttökur í Glasgow

Árið 2016 fékk þáverandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, móttökur á flugvellinum í Glasgow þar sem mexíkósk Mariachi-hljómsveit lék fyrir hann.

Móttakan kom í kjölfar þess að Trump hafði lagt til að reisa vegg á suðurlandamærum Bandaríkjanna til að halda mexíkóskum innflytjendum frá.

mbl.is