Ekki nóg að setja bara markmið

Loftslagsráðstefnan COP26 | 3. nóvember 2021

Ekki nóg að setja bara markmið

Það verður áhugavert að sjá hvernig næstu dagar á COP26 ráðstefnunni í Glasgow munu þróast, segir Tinna Hallgrímsdóttir formaður Ungra um­hverf­issinna, sem er stödd þar úti. Telur hún að meiri samstaða þurfi að ríkja milli þjóða um að ná settum markmiðum og að stjórnmálafólk þurfi að minnka stóru orðin og láta frekar gjörðir sínar tala.

Ekki nóg að setja bara markmið

Loftslagsráðstefnan COP26 | 3. nóvember 2021

Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna.
Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Það verður áhugavert að sjá hvernig næstu dagar á COP26 ráðstefnunni í Glasgow munu þróast, segir Tinna Hallgrímsdóttir formaður Ungra um­hverf­issinna, sem er stödd þar úti. Telur hún að meiri samstaða þurfi að ríkja milli þjóða um að ná settum markmiðum og að stjórnmálafólk þurfi að minnka stóru orðin og láta frekar gjörðir sínar tala.

Það verður áhugavert að sjá hvernig næstu dagar á COP26 ráðstefnunni í Glasgow munu þróast, segir Tinna Hallgrímsdóttir formaður Ungra um­hverf­issinna, sem er stödd þar úti. Telur hún að meiri samstaða þurfi að ríkja milli þjóða um að ná settum markmiðum og að stjórnmálafólk þurfi að minnka stóru orðin og láta frekar gjörðir sínar tala.

„Það er svona spenna í loftinu hvernig sendinefndirnar eiga eftir að ná saman. Hvort stór ríki fari að koma í veg fyrir að eitthvað komist í gegn, hvernig mótstaðan verður, eða hvort við náum þessum einhug sem náðist í París 2015. Það er margt búið að gerast á alþjóðavísu og í pólitíska landslaginu síðan þá.“

Fyrstu tvo daga ráðstefnunnar hafa þjóðarleiðtogar verið að ávarpa fundina, kynna sín áform og setja tóninn. Var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra m.a. með ávarp í gær. Að því loknu taka við viðræður sendinefnda þar sem m.a. verður rætt um útfærslur ýmissa mála sem tengjast Parísarsáttmálanum.

Verður þá meðal annars skoðað hvernig standa megi að loftslagssjóð sem ríkustu lönd heims, einkageirinn og ýmsar fjármálastofnanir eiga að leggja í alls 100 milljarða bandaríkjadala árlega. Þessi sjóður átti að verða að veruleika í fyrra en vegna ýmissa ástæðna varð ekki af því. Verður því áhugavert að sjá hvort að sjóðurinn komist á koppinn þetta árið, að sögn Tinnu.

Áhyggjuefni að lykilaðilar taki ekki þátt

Það sem hefur þó verið efst á baugi á ráðstefnunni hingað til, að mati Tinnu, eru fyrirheit ríkja um að hætta skógar- og landeyðingu fyrir árið 2030. Yfir hundrað þjóðir hafa skrifað undir þá yfirlýsingu, þar með talið Brasilía. Auk þess hafa yfir 80 þjóðir skrifað undir um að draga úr metanútblæstri um 30%.

Tinna segir þó áhyggjuefni að þjóðarleiðtogar lykilaðila á borð við Kína og Rússland hafi ákveðið að mæta ekki á ráðstefnuna.

„Það þarf að nást miklu meiri hnattræn samstaða og ríki þurfa að sýna að við erum öll með sama metnaðarstig, að við séum öll að stefna að sömu markmiði, til dæmis að ná kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Sum ríki vilja fremur stefna á kolefnishlutleysi til 2060, en ef við ætlum að reyna að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráður þá þýðir ekkert annað en að ná þessu fyrir miðja öldina.“

Gjörðir ekki í samræmi við markmið

Mikið hefur borið á gagnrýni í kringum ráðstefnuna og hafa mótmælendur meðal annars farið fram á að leiðtogar heims hætti öllum „loftslagsleikjum“. Þá hefur Greta Thunberg meðal annars lýst því yfir að stjórnmálamenn á ráðstefnunni séu að þykjast taka framtíð jarðar alvarlega

Aðspurð segir Tinna upplifa að það sé alvara á bak við ráðstefnuna en bætir við að þó að stjórnmálafólk og leiðtogar færu ekki sparlega með stóru orðin í ræðum sínum, væru gjörðir þeirra ekki alltaf í samræmi við það.

„Fólk er að ræða um að þetta sé stærsta ógn okkar tíma og að við þurfum að hlusta á vísindafólk, en kemur svo fram með markmið sem eru engan veginn í samræmi við það. Við erum öll að ræða um að koma í veg fyrir að meðalhlýnun hækki um eina og hálfa gráðu en landsframlögin duga ekki til að koma okkur á þann stað miðað við nýjustu stöðuskýrslu.

Leiðtogar ríkja eru að hampa sínum markmiðum en við erum bara á þeim stað að það er ekki nóg að vera með eitthvað markmið, markmiðið þarf að vera nægilega metnaðarfullt og aðgerðaráætlun í samræmi við það. Það þarf að sýna að við séum að taka þessu nægilega alvarlega og ég vil líka benda á Ísland í því samhengi.“

mbl.is