„Hér er stutt samantekt: Bla, bla, bla“

Loftslagsráðstefnan COP26 | 13. nóvember 2021

„Hér er stutt samantekt: Bla, bla, bla“

Sænski um­hverfisaðgerðasinn­inn Greta Thun­berg sagði í twitterfærslu sinni í kvöld að loftslagsviðræður Sameinuðu þjóðanna á COP26-ráðstefnunni hefðu ekki skilað neinu nema „bla, bla, bla“ eftir að þjóðir náðu málamiðlunarsamningi í Glasgow í dag.

„Hér er stutt samantekt: Bla, bla, bla“

Loftslagsráðstefnan COP26 | 13. nóvember 2021

Greta Thunberg hefur ekki legið á skoðunum sínum.
Greta Thunberg hefur ekki legið á skoðunum sínum. AFP

Sænski um­hverfisaðgerðasinn­inn Greta Thun­berg sagði í twitterfærslu sinni í kvöld að loftslagsviðræður Sameinuðu þjóðanna á COP26-ráðstefnunni hefðu ekki skilað neinu nema „bla, bla, bla“ eftir að þjóðir náðu málamiðlunarsamningi í Glasgow í dag.

Sænski um­hverfisaðgerðasinn­inn Greta Thun­berg sagði í twitterfærslu sinni í kvöld að loftslagsviðræður Sameinuðu þjóðanna á COP26-ráðstefnunni hefðu ekki skilað neinu nema „bla, bla, bla“ eftir að þjóðir náðu málamiðlunarsamningi í Glasgow í dag.

„COP26 er lokið. Hér er stutt samantekt: Bla, bla, bla. Raunverulega vinnan heldur áfram fyrir utan þessi fundarherbergi. Og við munum aldrei gefast upp, aldrei,“ skrifaði formaður hreyfingarinnar „föstudagar fyrir framtíðina“, eða Fridays for Future, á Twitter.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Thunberg lýsir yfir óánægju sinni með loftslagsráðstefnuna en hún hafði áður lýst ráðstefnunni sem „einu stóru klúðri“ á einum af fjölmennum mótmælum sem haldin voru í Glasgow meðan á ráðstefnunni stóð.

All­ir leiðtog­ar aðild­ar­ríkja Sam­einuðu þjóðanna samþykktu nú fyr­ir stundu nýj­an lofts­lagssamn­ing á ráðstefnunni, en ráðstefnan, sem áætlað hafði verið að myndi klárast í gær, dróst á langinn vegna erfiðra samningsviðræða.

Er þetta fyrsti lofts­lags­samn­ing­ur­inn þar sem skýrt er kveðið á um að draga úr kola­notk­un. Orðalagið var hins veg­ar tónað niður að kröfu Ind­lands og Kína á loka­metr­un­um og breytt úr því að kola­notk­un yrði hætt í áföng­um í að dregið yrði úr henni.

Marg­ir urðu fyr­ir von­brigðum með þessa breyt­ingu en hún var samþykkt til að vernda önn­ur mik­il­væg ákvæði.

Aðgerðirnar dugi skammt til að sporna við hlýnun jarðar

Vís­inda­menn telja að þær aðgerðir sem voru samþykkt­ar dugi skammt til að sporna við hlýn­un jarðar, en ákveðið var að mark­miðið væri að halda hlýn­un jarðar und­ir 1,5 til 2 gráðum, líkt og Par­ís­arsátt­mál­inn kveður á um.

Ant­onio Guter­res, aðal­rit­ari Sam­einuðu þjóðanna, seg­ist sátt­ur við að sam­komu­lag hafi náðst en þetta sé hins veg­ar ekki nóg. „Við erum enn á barmi stór­slyss í lofts­lags­mál­um,“ sagði hann eft­ir að samn­ing­ur­inn var samþykkt­ur.

Alok Sharma, for­seti COP26, var tár­vot­ur þegar þegar niðurstaðan varð ljós og baðst af­sök­un­ar á því hvernig mál­in hefðu þró­ast.

mbl.is