COP26 fer í uppbótartíma – BNA og Kína vinna saman

Loftslagsráðstefnan COP26 | 13. nóvember 2021

COP26 fer í uppbótartíma – BNA og Kína vinna saman

Viðræðum aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna á loftslagsráðstefnu samtakanna, COP26, mun að öllum líkindum ljúka í dag, degi síðar en áætlanir gerðu ráð fyrir. 

COP26 fer í uppbótartíma – BNA og Kína vinna saman

Loftslagsráðstefnan COP26 | 13. nóvember 2021

Alok Sharma, forseti COP26-ráðstefnunnar, (þriðji fra vinstri) ræðir hér við …
Alok Sharma, forseti COP26-ráðstefnunnar, (þriðji fra vinstri) ræðir hér við kollega sína. AFP

Viðræðum aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna á loftslagsráðstefnu samtakanna, COP26, mun að öllum líkindum ljúka í dag, degi síðar en áætlanir gerðu ráð fyrir. 

Viðræðum aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna á loftslagsráðstefnu samtakanna, COP26, mun að öllum líkindum ljúka í dag, degi síðar en áætlanir gerðu ráð fyrir. 

Leiðtogum ríkjanna hefur ekki enn tekist að ná saman um aðgerðir sem tryggja að hnattræn hlýnun haldist undir 1,5 gráðum frá iðnbyltingu. Allar líkur eru á því að það náist ekki í dag og verður þá að horfa til næsta árs með vonir um það.

Óhætt er að segja að það séu vonbrigði að þjóðarleiðtogar hafi ekki náð saman um þetta grundvallaratriði en þó er margt sem kemur fram í lokaályktun fundarins, sem birt var núna klukkan átta í grófum dráttum.

Lokaályktunin

Í frétt BBC um ályktunina kemur fram að Kínverjar og Bandaríkjamenn ætli að vinna saman út áratuginn við að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður eða minna.

Þar fyrir utan hafa alls 100 ríki sammælst um að hætta eyðingu skóglendis og heitið því að reyna að sá í sárin og planta trjám til að endurheimta skóga heimsins. Þar á meðal er Brasilía, heimili Amazon-regnskógarins.

Bandaríkin og Evrópusambandið hafa svo komið sér saman um að taka fyrir útblástur metans fyrir árið 2030, sem verður til þess að hlutfall gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti okkar mun dragast verulega saman.

Þá hafa rúmlega 40 ríki gert sáttmála um að hætta notkum kola til framleiðslu á rafmagni, þar á meðal eru þó ekki Bandaríkjamenn og Kínverjar, heimsins stærstu kolanotendur.

mbl.is