Var „starstruck“ er hann fundaði með Buttigieg

Loftslagsráðstefnan COP26 | 10. nóvember 2021

Var „starstruck“ er hann fundaði með Buttigieg

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, átti í dag fund með Pete Buttigieg, samgönguráðherra Bandaríkjanna, á COP26 loftslagsráðstefnunni sem haldin er í Glasgow.

Var „starstruck“ er hann fundaði með Buttigieg

Loftslagsráðstefnan COP26 | 10. nóvember 2021

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindráðherra ásamt Bandaríska samgönguráðherranum Pete …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindráðherra ásamt Bandaríska samgönguráðherranum Pete Buttigieg.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, átti í dag fund með Pete Buttigieg, samgönguráðherra Bandaríkjanna, á COP26 loftslagsráðstefnunni sem haldin er í Glasgow.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, átti í dag fund með Pete Buttigieg, samgönguráðherra Bandaríkjanna, á COP26 loftslagsráðstefnunni sem haldin er í Glasgow.

Guðmundir Ingi deildi myndum af fundi þeirra tveggja á Facebook síðu sinni þar sem hann greinir frá því að þeir hafi rætt um rafbílavæðingu.

Í færslunni segir Guðmundur að þeir eigi það sameiginlegt að vera fyrstu karlkyns ráðherrar landa sinna sem eru opinberlega samkynhneigðir.

Þá segist Guðmundur hafa verið „pínku starstruck“ er hann hitti Buttigieg en hann var meðal þeirra sem sóttust eftir útnefningu Demókrataflokksins í bandarísku forsetakosningunum á síðasta ári.

Buttigieg var tilnefndur sem samgönguráðherra 38 ára að aldri og er yngsti ríkisstjórnarmeðlimurinn í stjórn Joes Biden Bandaríkjaforseta ásamt því að vera sá yngsti sem hefur gengt starfi samgönguráðherra í Bandaríkjunum.

mbl.is