Ísraelar loka landamærunum

Kórónuveiran COVID-19 | 28. nóvember 2021

Ísraelar loka landamærunum

Ísraelar ætla að loka landamærum sínum fyrir erlendum ferðamönnum til að stemma stigu við útbreiðslu nýja Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar.

Ísraelar loka landamærunum

Kórónuveiran COVID-19 | 28. nóvember 2021

Ferðamenn á Ben Gurion-flugvelli, skammt frá ísraelsku borginni Lod í …
Ferðamenn á Ben Gurion-flugvelli, skammt frá ísraelsku borginni Lod í byrjun mánaðarins. AFP

Ísraelar ætla að loka landamærum sínum fyrir erlendum ferðamönnum til að stemma stigu við útbreiðslu nýja Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar.

Ísraelar ætla að loka landamærum sínum fyrir erlendum ferðamönnum til að stemma stigu við útbreiðslu nýja Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar.

„Erlendum ríkisborgurum verður bannað að koma til Ísraels nema í tilfellum sem sérstök nefnd þarf að samþykkja,“ sagði í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu í landinu.

Aðgerðirnar taka gildi í kvöld.

Ísraelskir ríkisborgarar á leið til landsins þurfa að sýna fram á neikvætt PCR-próf og fara í þriggja daga sóttkví ef þeir hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. Annars þurfa þeir að fara í sóttkví í sjö daga.

AFP

Aðeins fjórar vikur eru liðnar síðan ísraelsk stjórnvöld opnuðu landamæri sín aftur fyrir erlendum ferðamönnum eftir að þau höfðu verið lokuð vegna kórónuveirunnar.

Eitt tilfelli Ómíkron hefur greinst í Ísrael. Tvö önnur hugsanlega tilfelli hafa greinst hjá fólki sem hefur komið til landsins. Allir þrír einstaklingarnir eru bólusettir og í sóttkví. Afbrigðið greindist fyrst í Suður-Afríku.

mbl.is