Býst ekki við frekari ferðatakmörkunum

Kórónuveiran Covid-19 | 29. nóvember 2021

Býst ekki við frekari ferðatakmörkunum

Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ekki búast við að frekari ferðatakmarkanir verði settar til að stemma stigu við útbreiðslu Ómíkron-afbrigðisins, sem fyrst greindist í Suður-Afríku.

Býst ekki við frekari ferðatakmörkunum

Kórónuveiran Covid-19 | 29. nóvember 2021

Biden hélt blaðamannafund í Hvíta húsinu nú síðdegis að íslenskum …
Biden hélt blaðamannafund í Hvíta húsinu nú síðdegis að íslenskum tíma. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ekki búast við að frekari ferðatakmarkanir verði settar til að stemma stigu við útbreiðslu Ómíkron-afbrigðisins, sem fyrst greindist í Suður-Afríku.

Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ekki búast við að frekari ferðatakmarkanir verði settar til að stemma stigu við útbreiðslu Ómíkron-afbrigðisins, sem fyrst greindist í Suður-Afríku.

„Umfang útbreiðslunnar hefur áhrif á það hvort þörf sé á ferðatakmörkunum. Ég á ekki von á því á þessari stundu.“

Bandaríkin hófu að hamla för flestra ferðalanga frá átta löndum í suðurhluta Afríku eftir að upp komst um afbrigðið. Ákvörðunin hefur mætt gagnrýni sérfræðinga í faraldsfræðum, þar sem hún þykir líkleg til að letja önnur ríki til að tilkynna um ný afbrigði.

Einnig hafi afbrigðið líklega nú þegar breiðst út mjög víða.

mbl.is