Ómíkron-smitin sjö tengjast Akranesi

Kórónuveiran Covid-19 | 2. desember 2021

Ómíkron-smitin sjö tengjast Akranesi

Að minnsta kosti sjö einstaklingar eru smitaðir af Ómíkron-afbrigðinu hér á landi. Smitin eru öll tengd Akranesi, samkvæmt heimildum mbl.is. Líkur eru á því að fleiri muni greinast smitaðir sem tengdir eru þeim sem þegar hafa greinst með afbrigðið.

Ómíkron-smitin sjö tengjast Akranesi

Kórónuveiran Covid-19 | 2. desember 2021

Hljóðið í fólki er ágætt, segir bæjarstjórinn.
Hljóðið í fólki er ágætt, segir bæjarstjórinn.

Að minnsta kosti sjö einstaklingar eru smitaðir af Ómíkron-afbrigðinu hér á landi. Smitin eru öll tengd Akranesi, samkvæmt heimildum mbl.is. Líkur eru á því að fleiri muni greinast smitaðir sem tengdir eru þeim sem þegar hafa greinst með afbrigðið.

Að minnsta kosti sjö einstaklingar eru smitaðir af Ómíkron-afbrigðinu hér á landi. Smitin eru öll tengd Akranesi, samkvæmt heimildum mbl.is. Líkur eru á því að fleiri muni greinast smitaðir sem tengdir eru þeim sem þegar hafa greinst með afbrigðið.

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, segir hljóðið í Skagamönnum þó gott þegar blaðamaður mbl.is slær á þráðinn.

„Hljóðið í fólki er ágætt. Auðvitað er fólk að ræða þetta töluvert en fólk heldur ró sinni eins og sóttvarnayfirvöld hafa lagt áherslu á.“

Samkvæmt þeim upplýsingum sem Sævar hefur er líðan þeirra sem hafa smitast ágæt.

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi.
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. mbl.is/Sigurður Bogi

Reynsla í því að takast á við hópsmit

Hann segir bæjaryfirvöld í samskiptum við lögregluna og sóttvarnayfirvöld og svo verði áfram. Mikil áhersla sé lögð á smitrakningu í bænum. Ekki sé efni til þess að loka skólum eða neitt slíkt að svo stöddu.

Sævar segir þó að komi til þess að loka þurfi skólum og stofnunum verði það unnið hratt og örugglega, enda reynsla af slíkum aðgerðum uppi á skaga.

„Síðast þegar við fengum hópsmit þá sýndum við sem bæjarfélag að við erum til þess bær að kveða niður slíka bylgju. Segja ekki skátarnir: „Við erum ávallt reiðubúin.“ Það á vel við Skagamenn.“

mbl.is