Lyflækningadeild lokað vegna Ómíkron

Kórónuveiran Covid-19 | 3. desember 2021

Lyflækningadeild lokað vegna Ómíkron

Lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akranesi hefur verið lokað og verður hún lokuð í að minnsta kosti tvo til þrjá daga. Þá hefur starfsfólk verið sent í sóttkví og sjúklingar sömuleiðis. Ástæðan er sú að sá sem greindist fyrst með Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi lá á deildinni.

Lyflækningadeild lokað vegna Ómíkron

Kórónuveiran Covid-19 | 3. desember 2021

Sjúkrahúsið á Akranesi.
Sjúkrahúsið á Akranesi. mbl.is

Lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akranesi hefur verið lokað og verður hún lokuð í að minnsta kosti tvo til þrjá daga. Þá hefur starfsfólk verið sent í sóttkví og sjúklingar sömuleiðis. Ástæðan er sú að sá sem greindist fyrst með Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi lá á deildinni.

Lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akranesi hefur verið lokað og verður hún lokuð í að minnsta kosti tvo til þrjá daga. Þá hefur starfsfólk verið sent í sóttkví og sjúklingar sömuleiðis. Ástæðan er sú að sá sem greindist fyrst með Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi lá á deildinni.

Sýnatökur eru í gangi sem stendur að sögn Jóhönnu Fjólu Jóhannesdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.

 „Við höfum verið í skimunum og þær eru aftur framkvæmdar í dag,“ segir Jóhanna í samtali við mbl.is en RÚV greindi fyrst frá.

Þetta hlýtur að hafa talsverð áhrif á starfsemi spítalans?

„Já. Þegar svona er getum við ekki tekið við sjúklingum sem annars þyrftu að koma á deildina.“

Enn óvíst hvort Ómíkron sé skaðlegra en fyrri afbrigði

Ómíkron-smitin sjö sem greinst hafa hér á landi hafa öll verið rakin til Akraness.

Afbirgðið hef­ur valdið usla víða um heim þó enn sé óvíst hvort það sé meira smit­andi en fyrri af­brigði og hvort það eigi auðveld­ara með að kom­ast fram hjá vörn­inni sem bólu­efn­in sem eru í um­ferð veita. 

Í samtali við mbl.is í gær sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að til þessa hafi enginn smitaður af Ómíkron-afbrigðinu veikst alvarlega eða andast úr Covid-19.

Þá sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við mbl.is í gær að hann stæði við fyrri full­yrðingu sína um að viðbrögðin vegna Ómíkron-af­brigðis­ins séu um­fram það sem gögn gefi efni til.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is