Smitaðir áhafnarstarfsmenn kærðir

Kórónuveiran Covid-19 | 18. janúar 2022

Smitaðir áhafnarstarfsmenn kærðir

Tveir fyrrverandi áhafnarstarfsmenn flugvélar frá Hong Kong hafa verið handteknir og kærðir fyrir meint brot á sóttvarnareglum í landinu. Lögreglan segir að starfsfólkið hafi „tekið þátt í ónauðsynlegum athöfnum“ þegar það átti að vera í einangrun. Fólkið hafði þá greinst smitað af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. 

Smitaðir áhafnarstarfsmenn kærðir

Kórónuveiran Covid-19 | 18. janúar 2022

Vél Cathay Pacific, aðal flugfélagsins í Hong Kong.
Vél Cathay Pacific, aðal flugfélagsins í Hong Kong. AFP

Tveir fyrrverandi áhafnarstarfsmenn flugvélar frá Hong Kong hafa verið handteknir og kærðir fyrir meint brot á sóttvarnareglum í landinu. Lögreglan segir að starfsfólkið hafi „tekið þátt í ónauðsynlegum athöfnum“ þegar það átti að vera í einangrun. Fólkið hafði þá greinst smitað af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. 

Tveir fyrrverandi áhafnarstarfsmenn flugvélar frá Hong Kong hafa verið handteknir og kærðir fyrir meint brot á sóttvarnareglum í landinu. Lögreglan segir að starfsfólkið hafi „tekið þátt í ónauðsynlegum athöfnum“ þegar það átti að vera í einangrun. Fólkið hafði þá greinst smitað af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. 

BBC greinir frá.

Lögreglan hefur ekki gefið upp hjá hvaða flugfélagi fólkið starfaði en fréttirnar af handtökunni berast nú skömmu eftir að flugfélagið Cathay Pacific rak tvo starfsmenn áhafnar sem voru grunaðir um að hafa brotið sóttvarnareglur.

Áhöfn Cathay Pacific hefur verið sökuð um að vera ábyrg fyrir því að hafa komið af stað útbreiðsu ómíkron-smita í Hong Kong. Carrie Lam, ríkisstjóri Hong Kong, hefur t.a.m. kallað eftir að þetta sé rannsakað. Patrick Healy, stjórnarformaður Cathay Pacific, er sagður hafa sagt starfsfólki sínu að „agnarsmár minnihluti“ megi ekki „skyggja á hinn magnaða aga og fagmennsku“ meirihluta áhafnarinnar.

mbl.is