25.000 nýsmit í Noregi

Kórónuveiran Covid-19 | 22. janúar 2022

25.000 nýsmit í Noregi – prófakerfi við þolmörk

Fjórða sólarhringinn í röð greindust í Noregi fleiri nýsmit kórónuveirunnar í gær, föstudag, en nokkru sinni áður, eða 24.958, sem er fjölgun um rúmlega 8.000 frá 16.877 smitum sólarhringinn áður. Norska fréttastofan NTB greindi frá nýjustu tölum upp úr miðnætti í nótt.

25.000 nýsmit í Noregi – prófakerfi við þolmörk

Kórónuveiran Covid-19 | 22. janúar 2022

Espen Rostrup Nakstad, aðstoðarforstöðumaður Heilbrigðisstofnunar Noregs, sagði í samtali við …
Espen Rostrup Nakstad, aðstoðarforstöðumaður Heilbrigðisstofnunar Noregs, sagði í samtali við dagblaðið VG á fimmtudag að fjarvistir vinnandi fólks væru nú komnar á það stig að stofnunin óttaðist um getu skóla, leikskóla og heilbrigðiskerfisins til að sinna daglegu starfi á forsvaranlegan hátt, tæplega 25.000 ný smit greindust í Noregi í gær. Ljósmynd/Helsedirektoratet/Finn Oluf Nyquist

Fjórða sólarhringinn í röð greindust í Noregi fleiri nýsmit kórónuveirunnar í gær, föstudag, en nokkru sinni áður, eða 24.958, sem er fjölgun um rúmlega 8.000 frá 16.877 smitum sólarhringinn áður. Norska fréttastofan NTB greindi frá nýjustu tölum upp úr miðnætti í nótt.

Fjórða sólarhringinn í röð greindust í Noregi fleiri nýsmit kórónuveirunnar í gær, föstudag, en nokkru sinni áður, eða 24.958, sem er fjölgun um rúmlega 8.000 frá 16.877 smitum sólarhringinn áður. Norska fréttastofan NTB greindi frá nýjustu tölum upp úr miðnætti í nótt.

Meðalfjöldi smita á sólarhring síðastliðna viku hefur verið 14.328 svo gærdagurinn rís hressilega upp fyrir meðaltalið og enn meira yfir meðaltal síðustu sjö daga þar á undan sem var 8.773 smit á sólarhring.

Lýðheilsustofnun Noregs, FHI, gerir þó þann fyrirvara að þessi síðasta tala geti verið misvísandi vegna breyttra verklagsreglna við skráningu nýrra smita í MSIS-smitskráningarkerfið svokallaða, Meldingssystem for smittsome sykdommer, töluverðar líkur séu á að inni í tölunni fyrir síðasta sólarhring séu nokkur þúsund eftiráskráningar frá síðasta laugardegi, 15. janúar.

Tæplega 600.000 greinst frá upphafi

Eins og víða annars staðar á dögum Ómíkron-afbrigðisins fækkar þó í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahúsdvöl að halda vegna krankleika síns, þeir voru 230 í gær og hafði þá fækkað um 19 frá því á fimmtudag. Af þeim sem nú liggja á sjúkrahúsum eru 66 á gjörgæsludeild og 46 þeirra njóta stuðnings öndunarvéla. Í báðum hópunum hefur þó fækkað milli daga og eru fimm færri nú tengdir öndunarvél en á fimmtudag.

Þar með hafa alls 596.613 Norðmenn greinst með Covid-19 frá upphafi faraldurs og veiran dregið 1.414 til dauða frá því í mars 2020.

Espen Nakstad, aðstoðarforstöðumaður Heilbrigðisstofnunar Noregs, Helsedirektoratet, sagði í samtali við norska dagblaðið VG í gær að nýjasta áhyggjuefnið þar á bæ væri að fjarvistir vinnandi fólks hefðu magnast svo að umfangi að eðlileg starfsemi vinnustaða á borð við skóla, leikskóla og stofnanir heilbrigðiskerfisins væri komin á ystu nöf.

„Fyrir ekki löngu vorum við með 9 til 10.000 smit á dag og taldist til stórfrétta. Nú erum við komin í 16 til 17.000 og fljótlega kannski 20.000. Spurningin er hvað þá gerist,“ sagði Nakstad í gær þegar hæsta smittalan var enn 16.877.

„Ómíkron-afbrigðið er svo miklu smitgjarnara, ætlaði maður sér að stöðva það kallaði það á enn meiri lokanir en þær sem við bjuggum við í mars 2020. Slíkt er ekki forsvaranlegt af mörgum ástæðum, hvorki staðbundið né á landsvísu,“ sagði aðstoðarforstöðumaðurinn og bætti því við að öflugustu sóttvarnirnar nú um stundir væru bólusetningarnar, að veikir héldu sig heima við og almenningur gengist undir veirupróf. „Þessar ráðstafanir munum við þurfa að búa við lengi, þar til við sjáum að faraldurinn er eftir öllum sólarmerkjum að dæma um garð genginn.“

Prófakerfið komið að fótum fram

Í fyrradag greindu norskir fjölmiðlar enn fremur frá áhyggjum talsmanna Óslóarborgar af því að veiruprófakerfið þar í borginni væri komið á heljarþröm og við það að falla saman. „Þetta gengur ekki upp,“ sagði Robert Steen, borgarfulltrúi heilbrigðismála, við VG á fimmtudaginn, og kvað biðraðirnar við prófunarstöðvarnar, mörg þúsund manns á sólarhring, verða að hjaðna í síðasta lagi á mánudaginn, en í fyrradag greindust 3.296 smit í Ósló og spáir FHI því að þau verði innan skamms orðin 5.000 á sólarhring.

Hefur Óslóarborg sent heilbrigðisstofnun bréf með beiðni um tafarlausar úrbætur þar sem segir meðal annars: „Með þeirri þróun, sem við horfum á nú, mun prófunarkerfið eins og það er í dag fljótlega kikna undan álaginu með þeim afleiðingum að biðtími eftir prófi verður óviðunandi með tilheyrandi röðum við stöðvar sem bjóða upp á próf án tímapöntunar. Þá eru aðföng skyndiprófa nú orðin ófullnægjandi til að hafa undan.“

NRK

VG

VGII (prófakerfið í Ósló)

mbl.is