Fyrsta flugið í tíu mánuði kom á útgöngubanni

Kórónuveiran Covid-19 | 22. janúar 2022

Fyrsta flugið í tíu mánuði kom á útgöngubanni

Stjórnvöld á afskekkta eyríkinu Kíribati hafa fyrirskipað að útgöngubann taki gildi í landinu vegna þess að farþegar um borð í fyrsta alþjóðlega fluginu til eyjarinnar í eina tíu mánuði greindust með kórónuveiruna.

Fyrsta flugið í tíu mánuði kom á útgöngubanni

Kórónuveiran Covid-19 | 22. janúar 2022

Frá Kíribati í Kyrrahafi.
Frá Kíribati í Kyrrahafi.

Stjórnvöld á afskekkta eyríkinu Kíribati hafa fyrirskipað að útgöngubann taki gildi í landinu vegna þess að farþegar um borð í fyrsta alþjóðlega fluginu til eyjarinnar í eina tíu mánuði greindust með kórónuveiruna.

Stjórnvöld á afskekkta eyríkinu Kíribati hafa fyrirskipað að útgöngubann taki gildi í landinu vegna þess að farþegar um borð í fyrsta alþjóðlega fluginu til eyjarinnar í eina tíu mánuði greindust með kórónuveiruna.

Alls 36 manns sem komu með flugi frá Fiji-eyjum nýverið greindust með veiruna og fjórir eyjaskeggjar hafa greinst vegna þessa. Þar til nú höfðu aðeins tvö smit greinst á Kíribati frá upphafi heimsfaraldursins. Um 120 þúsund manns búa á Kíribati en eyjan er ein sú afskekktasta í heimi. Um fimm þúsund kílómetrar eru í næsta meginland sem er N-Ameríka.

Í frétt BBC segir að allir farþegarnir frá Fiji-eyjum séu bólusettir. Útgöngubannið tók gildi í dag og óvíst er hversu lengi það mun vara. Fólki er meinað að fara út úr húsum sínum nema í algjörri neyð og það má versla sér nauðsynjavörur á milli klukkan 06 og 14 á daginn.

„Eina leiðin til þess að berjast gegn þessari veiru er með algjörri bólusetningu allra,“ segir í tilkynningu frá skrifstofu forseta landsins, Taneti Maamau, á Facebook.

„Almenningur er hvattur til þess að þiggja bólusetningu til þess að verja sjálfan sig og fjölskyldur sínar,“ sagði einnig.

Ekki er vitað hversu margir íbúar Kíribati eru bólusettir.

mbl.is