Þúsundir mótmæla í Svíþjóð og Finnlandi

Kórónuveiran COVID-19 | 22. janúar 2022

Þúsundir mótmæla í Svíþjóð og Finnlandi

Stórir hópar fólks kom saman til að mótmæla bólusetningapössum í Stokkhólmi og Gautaborg í dag. Á sama tíma söfnuðust þúsundir saman í Helsinki til að mótmæla takmörkunum á samkomur. 

Þúsundir mótmæla í Svíþjóð og Finnlandi

Kórónuveiran COVID-19 | 22. janúar 2022

Af mótmælunum í Stokkhólmi í dag.
Af mótmælunum í Stokkhólmi í dag. AFP

Stórir hópar fólks kom saman til að mótmæla bólusetningapössum í Stokkhólmi og Gautaborg í dag. Á sama tíma söfnuðust þúsundir saman í Helsinki til að mótmæla takmörkunum á samkomur. 

Stórir hópar fólks kom saman til að mótmæla bólusetningapössum í Stokkhólmi og Gautaborg í dag. Á sama tíma söfnuðust þúsundir saman í Helsinki til að mótmæla takmörkunum á samkomur. 

Finnsku mótmælendurnir gengu frá ráðhústorgi Helsinki og að aðaljárnbrautarstöð borgarinnar. Skipuleggjendur sögðu að ætlunin væri að mótmæla, meðal annars, bólusetningaskyldu í heilbrigðis- og velferðarþjónustunni, bólusetningu barna og bólusetningapassanum.

Frelsi í stað bólusetningapassa

Sænsku mótmælin snerust aðallega um bólusetningapassann en þeir níu þúsund mótmælendur sem komu saman í Stokkhólmi sungu: „Já við frelsi, nei við bólusetningapössum!“

Bólusetningapassar hafa verið í notkun í Svíþjóð frá því í byrjun desember og er skylda að framvísa þeim þegar fleiri en fimmtíu koma saman innanhúss. 

Lögreglan í Stokkhólmi hafði áhyggjur af því að til átaka gæti komið á milli nýnasista og andstæðinga þeirra. Einhverjir báru merki nýnasistahreyfinga en mótmælin voru að mestu leyti friðsöm.

Á sama tíma söfnuðust um fimmtánhundruð manns saman í Gautaborg í friðsamlegum mótmælum.

Frétt finnska ríkisútvarpsins um málið

Frétt sænska ríkisútvarpsins um málið

mbl.is