Voru dýru bóluefnin bara hjóm eitt?

Kórónuveiran Covid-19 | 6. júní 2022

Voru dýru bóluefnin bara hjóm eitt?

Hópur vísindamanna við Háskólasjúkrahúsið í Óðinsvéum í Danmörku og Háskólann í Suður-Danmörku veltir því fyrir sér í rannsókn, sem birt var nú nýverið og náði til 74.193 þiggjenda bólusetninga og 61 sem lést, hvort mRNA-bóluefnin Pfizer og Moderna, sem beitt var gegn kórónuveirunni í heimsfaraldrinum, og hafa þá virkni að erfðaefnissameind er sett í fituhjúp svo frumur taki hana upp eftir bólusetningu, hafi þegar upp er staðið gefið betri raun en adenóveirubóluefnin Astra-Zeneca og Janssen, þar sem önnur veikluð veira var notuð til að hýsa erfðaefni kórónuveirunnar.

Voru dýru bóluefnin bara hjóm eitt?

Kórónuveiran Covid-19 | 6. júní 2022

Íbúi í Los Angeles fær skammt af bólefni Pfizer.
Íbúi í Los Angeles fær skammt af bólefni Pfizer. AFP/Frederic J. BROWN

Hópur vísindamanna við Háskólasjúkrahúsið í Óðinsvéum í Danmörku og Háskólann í Suður-Danmörku veltir því fyrir sér í rannsókn, sem birt var nú nýverið og náði til 74.193 þiggjenda bólusetninga og 61 sem lést, hvort mRNA-bóluefnin Pfizer og Moderna, sem beitt var gegn kórónuveirunni í heimsfaraldrinum, og hafa þá virkni að erfðaefnissameind er sett í fituhjúp svo frumur taki hana upp eftir bólusetningu, hafi þegar upp er staðið gefið betri raun en adenóveirubóluefnin Astra-Zeneca og Janssen, þar sem önnur veikluð veira var notuð til að hýsa erfðaefni kórónuveirunnar.

Hópur vísindamanna við Háskólasjúkrahúsið í Óðinsvéum í Danmörku og Háskólann í Suður-Danmörku veltir því fyrir sér í rannsókn, sem birt var nú nýverið og náði til 74.193 þiggjenda bólusetninga og 61 sem lést, hvort mRNA-bóluefnin Pfizer og Moderna, sem beitt var gegn kórónuveirunni í heimsfaraldrinum, og hafa þá virkni að erfðaefnissameind er sett í fituhjúp svo frumur taki hana upp eftir bólusetningu, hafi þegar upp er staðið gefið betri raun en adenóveirubóluefnin Astra-Zeneca og Janssen, þar sem önnur veikluð veira var notuð til að hýsa erfðaefni kórónuveirunnar.

Taka tölum með fyrirvara

Náði rannsóknin til 74.193 þiggjenda mRNA-efnanna og 61 sem lést og 122.164 þiggjenda adenóveiruefnanna og 46 sem létust. Þegar litið var til allra dauðsfalla og að teknu tilliti til þeirra dauðsfalla sem voru af slysförum og ekki af völdum kórónuveirunnar reyndust mun færri hlutfallslega hafa látist úr hópi þeirra sem bólusettir voru með adenóveiruefnunum, það er Astra-Zeneca og Janssen, og kveða aðstandendur rannsóknarinnar, með Christine Stabell Benn, prófessor við Stofnun klínískra rannsókna við Háskólann í Suður-Danmörku, í fararbroddi niðurstöðurnar gefa fullt tilefni til frekari rannsókna og þá á langtímaverkun þessara tveggja flokka bóluefna.

„Við byggjum þessa rannsókn á klínískum prófunum og samanburði þessara bóluefna,“ segir prófessor Benn í samtali við Morgunblaðið, „og þar kemur í ljós að verkun adenóveiruefnanna Astra-Zeneca og Janssen borið saman við lyfleysur [e. placebo] til móts við mRNA-efnin Pfizer og Moderna, einnig borin saman við lyfleysur, er gjörólík þegar litið er til dauðsfalla af öllum orsökum annars vegar og dauðsfalla sem ekki komu til vegna kórónuveirunnar eða voru af náttúrulegum orsökum hins vegar,“ heldur prófessorinn áfram.

Kveður Benn adenóveiruefnin hafa sýnt skýra jákvæða verkun á meðan mRNA-efnin stóðu þeim langt að baki. „Auðvitað þarf að taka þessum tölum með fyrirvara, þetta eru ekki stór úrtök miðað við heildarumfang faraldursins,“ tekur hún sérstaklega fram og bætir því við að samanburðurinn milli þessara tveggja megintegunda bóluefna geti í raun ekki talist beinn. 

Lesa má nánar um málið í föstudagsblaði Morgunblaðsins. 

mbl.is