Elsta hótelið á amerísku ströndinni 50 ára

Tenerife | 13. júlí 2022

Elsta hótelið á amerísku ströndinni 50 ára

Hálf öld er liðin frá því að fyrsta hótelið við amerísku ströndina á Tenerife var opnað með pompi og prakt. Sagt var frá sögu hótelsins, sem hét Gran Tinerfe og heitir í dag H10 Gran Tinerfe, á Canarian Weekly um helgina. 

Elsta hótelið á amerísku ströndinni 50 ára

Tenerife | 13. júlí 2022

Gran Tinerfe við byggingu þess árið 1972.
Gran Tinerfe við byggingu þess árið 1972.

Hálf öld er liðin frá því að fyrsta hótelið við amerísku ströndina á Tenerife var opnað með pompi og prakt. Sagt var frá sögu hótelsins, sem hét Gran Tinerfe og heitir í dag H10 Gran Tinerfe, á Canarian Weekly um helgina. 

Hálf öld er liðin frá því að fyrsta hótelið við amerísku ströndina á Tenerife var opnað með pompi og prakt. Sagt var frá sögu hótelsins, sem hét Gran Tinerfe og heitir í dag H10 Gran Tinerfe, á Canarian Weekly um helgina. 

Hótelið opnaði hinn 10. júlí árið 1972 en það var hugarfóstur feðganna Rafael Puig Llivina og Santiago Puig Serratusel. Sáu þeir fyrir sér að gera Adeje og Arona að heitasta ferðamannastaðnum á Tenerife en fyrir hafði norðurhluti eyjarinnar aðeins verið byggður upp fyrir ferðamennsku. 

Þegar framkvæmdir hófust var ameríska ströndin og svæðið þar í kring hálfgerð eyðimörk. Puig kom þangað fyrst árið 1965 og varð ástfanginn af eyjunni. Upp úr 1968 var byrjað að byggja almennilega við ströndina og fyrstu íbúðarhúsin risu þar. 

Feðgarnir sjálfir byggðu þó ekki hótelið heldur gerðu þeir viðskiptamanninum Cánddo Luis García Sanjuán tilboð sem hann gat ekki hafnað. Á þeim tíma var García Sanjuán eigandi Tenerife Playa hotelsins í Poerto de La Cruz og hafði rekið það með glæsibrag í tæpan áratug. 

Feðgarnir seldu honum land við Bobo strönd mjög ódýrt og komu honum af stað í framkvæmdir. García Sanjuán byrjaði ekki smátt á norðurhluta eyjunnar heldur byggði hann strax 360 herbergja hótel með tveimur sundlaugum.  

H10 Gran Tinerfe í dag.
H10 Gran Tinerfe í dag. Ljósmynd/H10

Nokkrum mánuðum eftir að Gran Tinerfe opnaði dyr sínar komu gestir sem áttu eftir að koma norðurhluta Tenerife á kortið. Jóhann Karl 1. Spánarkonungur og eiginkona hans Soffía komu og dvöldu á hótelinu í fjórar nætur með börnum sínum þremur. Vakti dvöl þeirra mikla athygli. 

Skömmu eftir að Gran Tinerfe var reist bættust fleiri hótel við þegar fjárfestar fóru að sjá möguleikann í uppbyggingu á svæðinu. Triya hótelið opnaði árið 1973 og Europa hótelið opnaði í lok 1974. 

Í gegnum áratugina fimm hafa vinsældir norðurhluta Tenerife aukist gríðarlega mikið og fyrir faraldur var áfangastaðurinn einn sá vinsælasti. 

Þó Puig feðgar hafi sjálfir ekki reist hótel við ströndina þá hagnaðist fjölskyldan vel á öllum framkvæmdunum en fjölskyldan sinnti lagnagerð og seldi land til fjölda fyrirtæka og kom að innflytningi pálmatrjá frá meginlandi Spánar.

mbl.is