Elskar að fara í kvöldsund og beint upp í rúm

Framakonur | 17. október 2022

Elskar að fara í kvöldsund og beint upp í rúm

Ragnheiður Theodórsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri á The Reykjavik EDITION, hugsar vel um andlega heilsu með því að hreyfa sig. Markmiðið er að fara oftar í jóga og huga vel að svefninum. 

Elskar að fara í kvöldsund og beint upp í rúm

Framakonur | 17. október 2022

Ragnheiður Theodórsdóttir.
Ragnheiður Theodórsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Ragnheiður Theodórsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri á The Reykjavik EDITION, hugsar vel um andlega heilsu með því að hreyfa sig. Markmiðið er að fara oftar í jóga og huga vel að svefninum. 

Ragnheiður Theodórsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri á The Reykjavik EDITION, hugsar vel um andlega heilsu með því að hreyfa sig. Markmiðið er að fara oftar í jóga og huga vel að svefninum. 

Hvað borðar þú í morgunmat?

„Morgumatur er uppáhaldsmáltíðin mín og góður bröns það besta sem ég fæ, en alla jafna borða ég morgunmat heima hjá mér og fæ mér þá hafragraut eða ab mjólk með heimagerðu múslí.“

Hvaða borg er í uppáhaldi og af hverju?

„Mér finnst virkilega erfitt að nefna eina borg en ég ætla að segja Los Angeles. Ég á svo marga góða vini þar og skemmtilegar minningar – svo er margt fjölbreytt í boði, allt frá ströndinni í Venice og yfir í að fara á skíði í Big Bear.“

Hvernig heldur þú þér í formi?

„Ég hef alltaf verið í íþróttum og finnst nauðsynlegt að hreyfa mig reglulega. Síðustu ár hef ég farið í ræktina, í hóptíma eða crossfit og er að reyna að fara meira í jóga. Ég fer út með hundinn nokkrum sinnum á dag og er dugleg að fara á hestbak. Svo er það matarræðið og huga að því hvað ég borða. Ég tek mig stundum til og geri sellerísafa heima, er enn að bíða eftir að einhver af þessum djúsbörum hér heima bjóði uppá það.“

Hvað gerir þú til þess að dekra við þig?

„Þegar ég vil dekra við mig tek ég kósíkvöld heima, fer í bað, set á mig maska, hlusta á tónlist, borða góðan mat og horfi svo á góða mynd. Elska líka að fara í kvöldsund og svo beint uppí rúm.“

Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér?

„The Subtle Art of Not Giving a F*ck. Mæli með.“

Hvaða hönnuður er í uppáhaldi?

„Ég á eiginlega engan uppáhaldshönnuð, kaupi bara það sem mér finnst fallegt en ég heillast af norrænni hönnun, heimilislegri en stílhreinni. Andrea by Andrea er svo uppáhaldsfatahönnuðurinn hér heima.“

Hverju langar þig til að breyta heima hjá þér?

„Mig langar að uppfæra allar innréttingar. Ég myndi helst vilja skipta þeim út en er að skoða að sprautulakka eða filma.“

Hvaða óþarfa keyptir þú þér síðast?

„Líklega einhvern mat sem ég þurfti svo að henda, líklegast nammi.“

Hvað er á óskalistanum hjá þér?

„Oura Ring-hringur sem fylgist með gæðum svefns, er að vinna í því að taka svefninn í gegn.“

Hvaða snjallforrit notar þú mest?

„Instagram, ekki spurning! Ég nota það töluvert persónulega og einnig vann ég á auglýsingastofu þar sem ég notaði Instagram í markaðssetningarskyni fyrir fyrirtæki og vörumerki sem ég vann með. Þetta er virkilega skemmtilegur og skapandi vettvangur.“

mbl.is