80 ára aldursmunur á landsfundarfulltrúum

80 ára aldursmunur á landsfundarfulltrúum

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hyllti Salome Þorkelsdóttur í setningarræðu sinni á landsfundi flokksins í gær en hún er elsti landsfundarfulltrúinn, 95 ára að aldri. Salome er fyrrverandi forseti Alþingis og var þingmaður í sextán ár, frá 1979 til 1995.

80 ára aldursmunur á landsfundarfulltrúum

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2022 | 5. nóvember 2022

Frá Landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Frá Landsfundi Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hyllti Salome Þorkelsdóttur í setningarræðu sinni á landsfundi flokksins í gær en hún er elsti landsfundarfulltrúinn, 95 ára að aldri. Salome er fyrrverandi forseti Alþingis og var þingmaður í sextán ár, frá 1979 til 1995.

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hyllti Salome Þorkelsdóttur í setningarræðu sinni á landsfundi flokksins í gær en hún er elsti landsfundarfulltrúinn, 95 ára að aldri. Salome er fyrrverandi forseti Alþingis og var þingmaður í sextán ár, frá 1979 til 1995.

Davíð Pétursson á Grund hefur setið flesta landsfundi; hann sat sinn fyrsta fund árið 1959 og hefur ekki misst úr fund síðan, utan einu sinni. Þetta er því hans 31. landsfundur.

Yngstu landsfundarfulltrúarnir eru þau Margrét Bára Birgisdóttir úr Reykjavík og Hafþór Emil Ólason úr Suðurnesjabæ, en þau eru aðeins 15 ára.

„Það er ekkert sem sýnir breiddina í flokknum okkar betur en þið, þessi fjölbreytti hópur,“ sagði Bjarni og hvatti unga fólkið til að láta heyra í sér og veita aðhald. 

Nánar í Morgunblaðinu. 

mbl.is