„Stétt með stétt“ hafi mætt í Valhöll

Dagmál | 3. nóvember 2022

„Stétt með stétt“ hafi mætt í Valhöll

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefur lagt áherslu á gamla slagorð Sjálfstæðisflokksins stétt með stétt í formannsframboði sínu. 

„Stétt með stétt“ hafi mætt í Valhöll

Dagmál | 3. nóvember 2022

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefur lagt áherslu á gamla slagorð Sjálfstæðisflokksins stétt með stétt í formannsframboði sínu. 

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefur lagt áherslu á gamla slagorð Sjálfstæðisflokksins stétt með stétt í formannsframboði sínu. 

Spurður hvort að hann teljist ekki sjálfur til yfirstéttar í ljósi eiga og tekna hans svarar hann til að hann hafi lítið haft með árangur konu sinnar í viðskiptum að gera en að hann sé stoltur af henni. 

Trúr sínum rótum

Þá segist hann trúr sínum rótum og stuðningsfólks hans, sem til dæmis fjölmennti í Valhöll þegar Guðlaugur Þór tilkynnti um framboð, hafi verið af öllum stéttum og að það sé gott dæmi um stétt með stétt. 

„Það voru fimmhundruð manns sem mættu í Valhöll. Það var bara stétt með stétt. Ef þú skoðar þann hóp, þá var það úr öllum hópum þjóðfélagsins,“ sagði Guðlaugur. 

Guðlaugur segir að að meðal fólks í hans stuðningsliði sé fólk sem farið hefur frá Sjálfstæðisflokknum, í aðra flokka, eða yfirgefið flokksstarfið. 

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, sem báðir eru í framboði til formanns flokksins mættust í Dagmálum í dag. Þar eru framboð þeirra, sýnir og áherslur á starf Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda landsfundar rædd ítarlega. 

Þátturinn er í opnu streymi á mbl.is og má nálgast í heild sinni hér að neðan.

mbl.is