Vill leggja til skattalækkanir í næstu kosningum

Vill leggja til skattalækkanir í næstu kosningum

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í setningarræðu sinni á landsfundi að hann vildi leggja áherslu á skattalækkanir í næstu þingkosningum.

Vill leggja til skattalækkanir í næstu kosningum

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2022 | 4. nóvember 2022

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í setningarræðu sinni á landsfundi að hann vildi leggja áherslu á skattalækkanir í næstu þingkosningum.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í setningarræðu sinni á landsfundi að hann vildi leggja áherslu á skattalækkanir í næstu þingkosningum.

„Ég er ekki í nokkrum vafa um að þjóðin mun taka tillögum okkar um skattalækkanir fagnandi og kjósendur munu meta það við okkur að við höfum undirbúið þær af kostgæfni. Ég er sannfærður um að við munum vinna næstu kosningar og í framhaldinu hrinda í framkvæmd skattalækkunum sem efla efnahagsstarfsemina en munu fyrst og síðast auka frelsi okkar og gera íslenskt samfélag betra,“ sagði Bjarni í ræðu sinni. 

Sínu máli til stuðnings nefndi hann hvernig ríkisstjórn Liz Truss í Bretlandi hrundi vegna loforða um skattalækkanir, „þegar í ljós kom að fyrirætlanir hennar voru illa útfærðar, tímasetningar vanhugsaðar og öll framsetning í molum“.

„Við skulum læra af þessari reynslu. Það er ekki nóg að við segjum út í loftið, við viljum skattalækkanir, við þurfum að byggja undir slíka stefnu og við þurfum að sannfæra þjóðina – fá hana í lið með okkur – kjósendur, fá fólk í lið með okkur, við þurfum að sýna fram á að við getum hrint slíkum áformum í framkvæmd án þess að grafa undan ríkisfjármálastefnunni eða peningastefnu – og þar með setja stöðugleikann í uppnám ef það myndi ganga eftir.“

Þá sagði Bjarni að fái hann nokkru um það ráðið, eftir næstu kosningar, þá muni hann, „leggja til að skattar á fólk og fyrirtæki verði lækkaðir þannig að um muni.“

mbl.is