Hafnar því eindregið að hafa beitt hótunum

Hafnar því eindregið að hafa beitt hótunum

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafnar því eindregið að hafa beitt nokkurn mann hótunum í tengslum við val á landsfundarfulltrúum í Kópavogi. 

Hafnar því eindregið að hafa beitt hótunum

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2022 | 3. nóvember 2022

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafnar því eindregið að hafa beitt nokkurn mann hótunum í tengslum við val á landsfundarfulltrúum í Kópavogi. 

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafnar því eindregið að hafa beitt nokkurn mann hótunum í tengslum við val á landsfundarfulltrúum í Kópavogi. 

Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs, sagði í færslu á Facebook fyrr í dag að vinnu­brögð sem viðhöfð hafi verið inn­an flokks­ins hafi gengið fram af sér.

Kveðst hún hafa fengið „hót­un­ar“-sím­töl frá „jakkafa­ta­klædd­um mönn­um inn­an flokks­ins þar af ein­um hátt­sett­um sem fór langt út fyr­ir sitt umboð í ljósi embætti síns“. Auk þessa hafi hún verið boðuð í yf­ir­heyrsl­ur í bak­her­bergi í Val­höll í fyrra­kvöld.

„Þar var talað niður til mín og ég lít­ilsvirt. Það var farið með mig eins og saka­menn í saka­máli þá er ég að vísa einnig í ít­rekuð yf­ir­heyrslu­sím­töl,“ sagði í færslu Berglindar. 

Fjölda aðila bætt einhliða á listann

Jón segir í færslu sinni að alvarleg staða hafi komið upp við val á landsfundarfulltrúum í Kópavogi. 

Í stað þess að sjálfstæðisfélögin í Kópavogi hefðu haldið félagsfundi til þess að staðfesta val sitt á fulltrúum, eins og ber að gera samkvæmt lögum flokksins, þá samþykkti stjórn fulltrúaráðsins í Kópavogi listana. Að loknum stjórnarfundi þess ágæta ráðs, en áður en listinn var sendur til skrifstofu Valhallar, var þó fjölda aðila einhliða bætt á listann án þess að það hefði verið borið undir stjórn eða félagsfund. Ekki þarf að fjölyrða um lögmæti þessara vinnubragða.

Þá segir hann að hætta hafi orðið á að listinn yrði úrskurðaður ógildur og því hafi Jón og margir aðrir í flokksstarfinu í Kópavogi, þ.m.t. stjórnarmenn í sjálfstæðisfélögunum og fulltrúaráðinu – hvatt bæði formann Sjálfstæðisfélagsins og formann fulltrúaráðsins í Kópavogi til að halda þar til bæra fundi til að afgreiða lögmæta lista.

Kjörbréfanefnd var skipuð lögmönnum beggja frambjóðenda og oddamanni, Brynjari Níelssyni, sem Jón segir að báðir frambjóðendur samþykktu. „Eftir fundi hennar með formönnum félaganna í Kópavogi náðist niðurstaða i málinu.

Benti Berglindi á ólögmæti listanna

Þá segist hann hafna því eindregið að hafa beitt nokkurn mann hótunum í tengslum við framangreint.

Ég átti eitt stutt símtal við formann Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi sunnudaginn 30. október þar sem ég benti henni á ólögmæti listanna. Ég lýsti áhyggjum mínum af því að ef ekki yrði brugðist við væri hætta á að fáir hefðu heimild til setu á landsfundi fyrir hönd Kópavogs.

 

mbl.is