Íbúðafjárfesting dróst saman um 7%

Vextir á Íslandi | 11. nóvember 2022

Íbúðafjárfesting dróst saman um 7%

Á fyrri helmingi ársins dróst íbúðafjárfesting saman um rúm 7%. Búist er við að á seinni hluta ársins muni hún vaxa um 5,4% og um 12,9% á næsta ári.

Íbúðafjárfesting dróst saman um 7%

Vextir á Íslandi | 11. nóvember 2022

Hagstofan býst við því að íbúðafjárfesting muni vaxa um 12,9% …
Hagstofan býst við því að íbúðafjárfesting muni vaxa um 12,9% á næsta ári. mbl.is/Sigurður Bogi

Á fyrri helmingi ársins dróst íbúðafjárfesting saman um rúm 7%. Búist er við að á seinni hluta ársins muni hún vaxa um 5,4% og um 12,9% á næsta ári.

Á fyrri helmingi ársins dróst íbúðafjárfesting saman um rúm 7%. Búist er við að á seinni hluta ársins muni hún vaxa um 5,4% og um 12,9% á næsta ári.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Spáin tekur til áranna 2022 til 2028.

Horfur eru á að hagvöxtur í ár verði 6,2% og 1,8% á næsta ári. Einkaneysla hefur aukist töluvert það sem af er ári og ferðaþjónusta vaxið hratt en verðbólga hefur aukist.

Hagstofan áætlar að vöxtur einkaneyslu verði 7,6% í ár og 1,7% á næsta ári þegar hægir á eftirspurn. Einkaneysla jókst um 9,2% á fyrsta ársfjórðungi og 13,5% á öðrum fjórðungi.

Verðbólguhorfur hafa versnað en telur Hagstofan að hún hafi náð hámarki í sumar og reiknað er með að hún verði 8,2% að meðaltali í ár.

mbl.is