Metfjöldi Covid-smita í Peking

Kórónuveiran Covid-19 | 22. nóvember 2022

Metfjöldi Covid-smita í Peking

Metfjöldi kórónuveirusmita mældist í Peking, höfuðborg Kína, í morgun, eða rúmlega 1.438 talsins. Á öllu landinu mældust 28 þúsund tilfelli, sem er nálægt því mesta síðan faraldurinn hófst.

Metfjöldi Covid-smita í Peking

Kórónuveiran Covid-19 | 22. nóvember 2022

Fólk í biðröð í Peking eftir því að komast í …
Fólk í biðröð í Peking eftir því að komast í sýnatöku. AFP/Noel Celis

Metfjöldi kórónuveirusmita mældist í Peking, höfuðborg Kína, í morgun, eða rúmlega 1.438 talsins. Á öllu landinu mældust 28 þúsund tilfelli, sem er nálægt því mesta síðan faraldurinn hófst.

Metfjöldi kórónuveirusmita mældist í Peking, höfuðborg Kína, í morgun, eða rúmlega 1.438 talsins. Á öllu landinu mældust 28 þúsund tilfelli, sem er nálægt því mesta síðan faraldurinn hófst.

Í Guangdong-héraði og borginni Chongqing mældust yfir 16 þúsund og 6.300 smit, að sögn heilbrigðisyfirvalda.

Á sunnudaginn voru smitin 621 talsins í Peking og tvöfaldaðist fjöldinn því á tveimur dögum.

Þrír aldraðir íbúar Peking með undirliggjandi sjúkdóma létust af völdum Covid-19 um helgina, að sögn yfirvalda, og voru það fyrstu dauðsföllin vegna sjúkdómsins í Kína síðan í maí.

Kínversk stjórnvöld hafa hingað til gripið til harðra aðgerða til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar, meðal annars með útgöngubanni, sóttkví og sýnatökum. 

mbl.is