Samfélagsmiðlastjörnur gengu í það heilaga

Áhrifavaldar | 23. desember 2022

Samfélagsmiðlastjörnur gengu í það heilaga

Twitch-stjarnan Julien Solomita og fyrrverandi Youtube-stjarnan Jenna Marbles gengu í það heilaga við rómantíska athöfn síðastliðinn nóvember eftir níu ára samband. 

Samfélagsmiðlastjörnur gengu í það heilaga

Áhrifavaldar | 23. desember 2022

Julien Solomita og Jenna Marbles á brúðkaupsdaginn.
Julien Solomita og Jenna Marbles á brúðkaupsdaginn. Skjáskot/Instagram

Twitch-stjarnan Julien Solomita og fyrrverandi Youtube-stjarnan Jenna Marbles gengu í það heilaga við rómantíska athöfn síðastliðinn nóvember eftir níu ára samband. 

Twitch-stjarnan Julien Solomita og fyrrverandi Youtube-stjarnan Jenna Marbles gengu í það heilaga við rómantíska athöfn síðastliðinn nóvember eftir níu ára samband. 

Hjónin byrjuðu saman árið 2013, en þau sögðu frá því í ársbyrjun 2021 að þau hefðu trúlofast. Solomita birti myndaröð frá stóra deginum á Instagram-reikningi sínum, en athöfnin virðist hafa farið fram utandyra í fallegu haustveðri. 

Af myndunum að dæma er stutt í húmorinn hjá hjónunum, en á fyrstu myndinni stilltu þau sér upp alsæl í fullum skrúða með Chihuahua-hundinn þeirra í barnavagni. Þá birti hann einnig mynd af Marbles með tannþráð uppi í sér og endaði myndaröðina á því að stilla sér sjálfur upp með slör eiginkonu sinnar. 

Með fyrstu samfélagsmiðlastjörnunum

Jenna Marbles var ein af þeim fyrstu til að slá í gegn á samfélagsmiðlum, en hún var með yfir 20 milljónir fylgjenda á Youtube-rás sinni þegar hún ákvað að loka henni í júní árið 2020. Hún birti 11 mínútna langt myndskeið þar sem hún útskýrði af hverju hún hafi ákveðið að hætta og baðst um leið afsökunar á efninu sem hún hafði framleitt í gegnum árin. 

mbl.is